Syndsamlega subbulegt útilegusnarl

Hvað getur toppað þessa dásemd?
Hvað getur toppað þessa dásemd? mbl.is/TheKitchn

Gleymið súkkulaðifylltu ban­ön­un­um í úti­leg­una. Það er kom­inn nýr eft­ir­rétt­ur á svæðið sem mun gjör­sam­lega trylla lýðinn og keyra upp stemn­ing­una svo um mun­ar. At­hugið þó að hann er alls ekki heilsu­sam­leg­ur né grenn­andi, inni­held­ur mögu­lega óheyri­legt magn af sykri en góður frétt­irn­ar eru að hann bragðast eins og himna­ríki á priki. 

Hér erum við að tala um syk­ur­púða sem búið er að troða Rolo bita inn­an í. Flókn­ara er það ekki. 

Synd­sam­lega subbu­legt úti­legusn­arl

Vista Prenta

Synd­sam­lega subbu­legt úti­legusn­arl

Það sem þið þurfið eru:

  • Eins marg­ir syk­ur­púðar og þið viljið. Miðstærðin er best. 
  • Jafn marg­ir Rolo bit­ar.
  • Jafn mörg grillpjót (nema þið viljið vera flipp­haus­ar og þræða marg­ar sprengj­ur á hvert spjót)

Aðferð:

  1. Takið upp syk­ur­púða og potið í hann með putta eða hníf til að gera á hann gat. 
  2. Setið Rolo bita inn í hann.
  3. Þræðið upp á spjót.
  4. Glóið yfir varðeldi (eða grilli eða gashit­ara) uns syk­ur­púðinn er orðinn vel heit­ur og Roloið farið að bráðna. 
  5. Passið ykk­ur á að brenna ykk­ur ekki á tung­unni. 
  6. Njótið í botn!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert