Hvernig er besta túnfisksalatið?

mbl.is/Eldhúsperlur

Tún­fisksal­at er ein af und­ir­stöðum ís­lenskr­ar mat­ar­menn­ing­ar og sitt sýn­ist hverj­um um hvernig hið full­komna sal­at sé. 

Við rák­umst á skemmti­leg­an umræðuþráð inni á Mat­artips! á dög­un­um og þar kenndi ým­issa grasa. Al­gengt var að fólk notaði arom­at-krydd en við nán­ari eft­ir­grennsl­an kem­ur í ljós að arom­at nýt­ur gríðarlega vin­sælda og selst grimmt. 

Annað sem hef­ur slegið í gegn eru nýju tún­fisk­teg­und­irn­ar frá Ora en hægt er að fá bæði chili tún­fisk og karrí tún­fisk þó ein­hverj­ir vilji meina að karrí tún­fisk­ur­inn sé bú­inn að vera upp­seld­ur tölu­vert lengi en það stend­ur von­andi til bóta. 

Í raun er ekki hægt að tala um al­menn­ar regl­ur þegar kem­ur að tún­fisksal­ati því all­ir hafa sína skoðun eins og sjá má á list­an­um hér að neðan. Sjálf hef ég sal­atið mjög ein­falt. Nota mikið af eggj­um, saxa rauðlauk afar smátt, nota maj­ónes og tún­fisk auk þess sem ég salta og pipra vel. 

Tengda­móðir mín set­ur alltaf Arómat út í sitt og er sögð gera besta tún­fisksal­at í Aðal­dal og hér að neðan gef­ur að líta upp­skrift af afar mat­ar­miklu tún­fisksal­ati frá Helenu á Eld­húsperl­um

Hvernig er besta túnfisksalatið?

Vista Prenta

Mat­ar­mikið tún­fisksal­at

  • 1 lít­ill rauðlauk­ur eða 1/​2 stór, smátt skor­inn
  • 1 rauð paprika, smátt skor­in
  • 4 harðsoðin egg, smátt skor­in
  • 2 dós­ir tún­fisk­ur í vatni (vatni hellt af)
  • 4 msk Phila­delp­hia lig­ht-rjóma­ost­ur
  • 4 msk. kota­sæla
  • Vel af ný­möluðum svört­um pip­ar
  • Söxuð fersk stein­selja

Aðferð: Öllu blandað vel sam­an. Smakkað til með pip­ar. Stór­gott á ristað brauð eða hrökk­brauð... upp­á­haldið mitt er að setja sal­atið á gróft rúg­brauð. 

Þegar spurt var „hvað setjið þið í tún­fisksal­atið sem ger­ir það betra“ létu svör­in ekki á sér standa:

  • sell­e­rí
  • majó + tún­fisk­ur + egg + salt + pip­ar
  • avóka­dó
  • hvít­lauks­duft + karrí + nokkr­ir drop­ar af sriracha
  • grænt epli + stein­selja
  • kota­sæla + egg + rauðlauk­ur
  • rauðlauk­ur + vog­aí­dýfa
  • saxaðar og súrsaðar gúrk­ur
  • arom­at + sea­son all
  • eggja­laust
  • arom­at
  • sell­e­rí + rauð paprika + rauðlauk­ur
  • lime + papriku­duft + lauk­duft
  • ólíf­ur
  • chili
  • rauðlauk­ur
  • rauðlauk­ur + paprika
  • rauðlauk­ur + sýrður rjómi + arom­at + eng­in egg
  • sell­e­rí 
  • ca­pers
  • vor­lauk­ur + papriku­duft
  • epla­bit­ar + karrí
  • lauk­ur + arom­at
  • sam­bal olek
  • gult epli
  • púrru­laukssúpa sam­an við maj­ónesið + smá tóm­at­pa­ste
  • ólíf­ur + chili
  • tóm­atsósa + sinn­ep
  • tóm­atsósa + sætt sinn­ep
  • kota­sæla + arom­at
  • cayenne pip­ar + ag­úrk­ur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert