Hvernig á að halda matarboð án þess að elda

mbl.is/anthropologie

Sum­um vex það í aug­um að halda mat­ar­boð, reyna of mikið að ganga í aug­un á mat­ar­gest­um með flókn­um upp­skrift­um og flott­heit­um, sem end­ar oft­ar en ekki í stresskasti í eld­hús­inu og mis­tök­um. Það er vel hægt að halda fal­legt mat­ar­boð án þess að enda sveitt­ur í eld­hús­inu og yf­ir­snún­ingi yfir pott­um og pönn­um. Það er í raun leik­ur einn að halda mat­ar­boð án þess að þurfa að sjóða svo mikið sem eina kart­öflu. Þetta snýst ein­fald­lega um það að vera sniðugur að versla inn góðan mat og bera hann svo fram á fal­leg­an hátt. Það gef­ur manni tíma til sjá um allt hitt sem þarf þegar halda á mat­ar­boð, eins og að eiga nóg af klaka, vera búin að kæla hvít­vínið og kveikja á kert­um of svo fram­veg­is. Þá er hægt að taka á móti gest­un­um í ró­leg­heit­um og með yf­ir­veg­un í stað þess að standa í an­dyr­inu með reitt hárið í al­gjörri örvingl­an því þú ætlaðir þér of mikið, og ert ekki einu sinni byrjuð að huga að eft­ir­rétt­in­um.

Svona má halda lekk­ert mat­ar­boð án þess að elda.

Snarl:

Hafðu gott snarl á borðum þegar gest­irn­ir mæta. Kíktu í mat­vöru­versl­un og verslaðu inn það sem þér líst vel á á borð við ólíf­ur, osta, gott kex, og kjöt­meti. Það er feykinóg að kaupa tvo góða osta og tvær teg­und­ir af kjöti eins og hrá­skinku og gott salami. Settu þetta beint á fal­leg­an bakka þegar þú kem­ur heim úr búðinni og stilltu upp á sófa­borðið. Þá hafa gest­irn­ir eitt­hvað til að snarla á meðan þú ert að “elda.”

Aðal­rétt­ur:

Bjóddu upp á góðan heil­grillaðan kjúk­ling sem þú kaup­ir til­bú­inn í búð. Keyptu sítr­ónu og smá­veg­is af fersk­um kryd­d­jurt­um eins og dill, basil, myntu, kórí­and­er og vor­lauk. Þegar þú kem­ur heim skaltu skera kjúk­ling­inn í átta bita og stinga þeim í ofn­inn. Ekki kveikja á ofn­in­um fyrr en gest­irn­ir koma og þá bara rétt til að hita kjúk­ling­inn upp. Taktu vor­lauk­inn og sneiddu hann niður, saxaðu fersku kryd­d­jurtirn­ar og settu allt í skál. Kreistu safa úr ferskri sítr­ónu yfir og sáldraðu smá­veg­is ólífu­olíu líka og inn í ís­skáp. Þegar gest­irn­ir koma máttu stilla heit­um kjúk­lingn­um upp á fal­leg­an bakka og dreifa helm­ingn­um af laukn­um með kryd­d­jurt­un­um yfir.

Meðlæti:

Finndu fal­lega kirsu­berjatóm­ata í búðinni og gúrku. Veldu svo eft­ir­læt­is kálið þitt. Þvoðu kálið þegar þú kem­ur heim svo það geti þornað áður en gest­irn­ir koma. Það kem­ur vel út að gera tvö mis­mun­andi salöt úr þessu. Ann­ars veg­ar bara kálið með smá­veg­is af ferskri sítr­ónu kreist yfir, dijon sinn­epi, ólífu­olíu, hun­angi, salti og pip­ar. Svo skaltu sneiða tóm­at­ana í helm­inga og setja í skál, hella ólífu­olíu yfir, salti og af­gang­in­um af lauk og krydd­blönd­unni sem fór á kjúk­ling­inn. Skerðu gúrk­una niður og bættu sam­an við.

Finndu pakka af til­búnu Naan brauði í búðinni og gríptu nóg fyr­ir sex manns. Ef ekki er til Naan brauð má nota pítu­brauð. Finndu til­bú­inn Humm­us, og stór­an dall af grískri jóg­úrt. Áður en þú berð brauðið fram skaltu sáldra smá ólífu­olíu yfir það ásamt salti og pip­ar. og stingdu þeim í ofn­inn í nokkr­ar mín­út­ur. Settu humm­us­inn í fal­lega skál með ólífu­olíu, paprikukryddi, salti og pip­ar. Settu grísku jóg­úrt­ina í fína skál og kreistu smá sítr­ónusafa yfir og salt. Berðu þetta fram með kjúk­lingn­um. Ef þú hef­ur auka tíma er lítið mál að hræra sam­an í eina Tzaziki sósu, en ljúf­fenga upp­skrift af henni má finna hér:

Eft­ir­rétt­ur:

Eft­ir­rétt­ur þarf ekki að vera flók­inn, en það er betra að bjóða upp á eitt­hvað frek­ar en ekki neitt. All­ir elska rjómaís. Keyptu gæða vanilluís í búðinni og smá­veg­is af fersk­um ávöxt­um sem þú get­ur skorið niður og málið er dautt. Ef þú átt flösku af góðum lí­kjör eða brandí er gott að dreifa smá yfir ávext­ina. Ef í harðbakk­ann slær má alltaf bjóða upp á gott kaffi og kon­fekt.

Við mæl­um með því að halda mat­ar­boð á föstu­dags­kvöldi. Fólk kann að meta að þurfa ekki að elda sjálft eft­ir langa vinnu­viku og flest­ir eru laus­ir. Þar sem þú ert í raun ekki að elda neitt, held­ur bara að versla inn, skera niður og raða á bakka ætt­ir þú vel að geta græjað allt eft­ir vinnu. Bjóddu mat­ar­gest­un­um að koma klukk­an 19:30 og þú ætt­ir að ná að gera allt í tæka tíð og bjóða gest­un­um að setj­ast niður og borða klukk­an 20:00.

Heim­ild: Epicuri­ous

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert