Ljúffengur kjúklingur sem svíkur engann. Gott er að bera hann fram með sætkartöflum og salati eða soðnu taglatelle. Pestóið er alger snilld hvort sem er í matseld, á brauð eða bakað eggaldin. Svo passar rétturinn alveg sérstaklega vel í veislur. Uppskrift af því er HÉR.
Kjúklingabringur fylltar með döðlupestó
fyrir 4
- 4 kjúklinga bringur
- ½ skammtur af döðlupestó uppskriftinni sem gefin er upp hér að ofan
- Salt
- pipar
- 10 Picollo tómatar eða aðrir smátómatar
- 1 msk ólífuolía
- 10 lauf - fersk basilíka
Aðferð:
- Stillið ofninn á 190 gráður.
- Pennslið eldfast mót með olíu og leggið bringurnar í það.
- Saltið þær og piprið.
- Skerið rauf í bringuna miðja og fyllið hana með döðlupestó og ekki vera nísk!
- Stráið tómötum yfir bringurnar í fatinu og saxið 10 basilíkulauf og dreifið yfir.
- Bakið kjúklinginn í 40 mínútur. Athugið að baksturslengd fer eftir stærð og þykkt.
Virkilega snjall og stórsniðugur í veislur.
mbl.is/TM
Tilbúinn í ofninn.
mbl.is/TM