Kjúklingabringur fylltar með döðlupestó

Algjört lostæti.
Algjört lostæti. mbl.is/TM

Ljúf­feng­ur kjúk­ling­ur sem svík­ur eng­ann. Gott er að bera hann fram með sæt­kart­öfl­um og sal­ati eða soðnu tagla­telle. Pestóið er al­ger snilld hvort sem er í matseld, á brauð eða bakað eggald­in. Svo pass­ar rétt­ur­inn al­veg sér­stak­lega vel í veisl­ur. Upp­skrift af því er HÉR. 

Kjúklingabringur fylltar með döðlupestó

Vista Prenta

Kjúk­linga­bring­ur fyllt­ar með döðlu­pestó 
fyr­ir 4

  • 4 kjúk­linga bring­ur 
  • ½ skammt­ur af döðlu­pestó upp­skrift­inni sem gef­in er upp hér að ofan 
  • Salt 
  • pip­ar 
  • 10 Picollo tóm­at­ar eða aðrir smá­tóm­at­ar 
  • 1 msk ólífu­olía 
  • 10 lauf - fersk basilíka

Aðferð:

  1. Stillið ofn­inn á 190 gráður.
  2. Pennslið eld­fast mót með olíu og leggið bring­urn­ar í það. 
  3. Saltið þær og piprið.
  4. Skerið rauf í bring­una miðja og fyllið hana með döðlu­pestó og ekki vera nísk! 
  5. Stráið tómöt­um yfir bring­urn­ar í fat­inu og saxið 10 basilíku­lauf og dreifið yfir. 
  6. Bakið kjúk­ling­inn í 40 mín­út­ur. At­hugið að bakst­urs­lengd fer eft­ir stærð og þykkt. 
Virkilega snjall og stórsniðugur í veislur.
Virki­lega snjall og stór­sniðugur í veisl­ur. mbl.is/​TM
Tilbúinn í ofninn.
Til­bú­inn í ofn­inn. mbl.is/​TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert