Vöfflujárn fyrir Star Wars nörda

Þetta forláta vöfflujárn gerir vöfflur sem eru í laginu eins …
Þetta forláta vöfflujárn gerir vöfflur sem eru í laginu eins og Millenium Falcon geimskipið. mbl.is/boxlunch

Star Wars nör­d­ar (hér eig­um við aðallega við starfs­menn mat­ar­vefs­ins) geta nú hoppað hæð sína af gleði því á dög­un­um rák­umst við á þetta for­láta vöfflu­járn. Járnið er ekk­ert venju­legt vöfflu­járn, held­ur er það í lag­inu eins og Milleni­um Falcon, geim­skipið sögu­fræga úr Star Wars sem flogið var stjarna á milli af þeim fé­lög­um Han Solo og Chewbacca. Vöfflu­járnið má nálg­ast á vefsíðunni Box Lunch og var á 20% af­slætti síðast þegar við at­huguðum.

Ekki nóg með að vöfflu­járnið sé svona skemmti­legt í lag­inu, og yrði að sjálf­sögðu hin mesta prýði í eld­hús­um Star Wars aðdá­enda, held­ur ger­ir hún líka vöffl­ur sem verða í lag­inu eins og geim­skipið. Það verða því ljúf­ir sunnu­dags­morgn­arn­ir framund­an með Milleni­um Falcon vöfflu und­ir tönn.

Það verða ljúfir sunnudagsmorgnarnir framundan með Millenium Falcon vöfflu undir …
Það verða ljúf­ir sunnu­dags­morgn­arn­ir framund­an með Milleni­um Falcon vöfflu und­ir tönn. mbl.is/​boxl­unch
Þetta vöfflujárn er ekkert venjulegt vöfflujárn. Það veit sérhvert nörd.
Þetta vöfflu­járn er ekk­ert venju­legt vöfflu­járn. Það veit sér­hvert nörd. mbl.is/​boxl­unch
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert