BBQ-pítsa sem slær í gegn

00:00
00:00

Hér er pítsa sem þú sérð ekki á hverj­um degi en ætt­ir svo sann­ar­lega að prófa því hún mun mögu­lega breyta því hvernig þú lít­ur á pítsur. Og til að toppa her­leg­heit­in er hér mynd­band sem sýn­ir ná­kvæm­lega hvernig á að fara að. 

BBQ-pítsa sem slær í gegn

Vista Prenta

BBQ-pítsa

Til­bú­inn pítsa­botn
Sósa: ¾ dl pizzasósa + ¼ dl BBQ-sósa

  • 1 hæg­elduð sous vide-kjúk­linga­bringa frá Ali
  • ½ rauðlauk­ur
  • Maís­baun­ir
  • Rif­inn chedd­ar ost­ur
  • Rif­inn pizza­ost­ur
  • Kórí­and­er

Aðferð:

  1. Fletjið pizza­degið út.
  2. Hrærið sam­an pizzasósu og BBQ-sósu og smyrjið yfir pizza­botn­inn.
  3. Stráið rifn­um chedd­ar og rifn­um pizza­osti yfir.
  4. Skerið kjúk­linga­bringu í bita og raðið yfir ost­inn.
  5. Stráið rauðlauki og maís­baun­um yfir kjúk­ling­inn.
  6. Bakið við 220° í 5-8 mín­út­ur, eða þar til ost­ur­inn er bráðinn og kom­inn fal­leg­ur lit­ur á pizzuna.
  7. Stráið fersk­um kórí­and­er yfir og berið strax fram.
mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert