Panang-karrí sem fær menn til að gráta

Bankok Tælenskur veitingarstaður Kóp Aðlagar réttina að Íslendingum Petra og …
Bankok Tælenskur veitingarstaður Kóp Aðlagar réttina að Íslendingum Petra og Emilía taka vel á móti gestum á Bangkok. mbl/Arnþór Birkisson
Aðdáendur thaílenskrar matargerðar geta tekið gleði sína því hér gefur að líta uppskrift úr smiðju veitingastaðarins Bangkok og eins og allir vita þá klikkar maturinn þar ekki.
Að þessi uppskrift græti menn er kannski full sterkt til orða tekið en það eru ábyggilega einhverjir þó sem fella tár af gleði enda er panang karrí sjúklega góður réttur. 
Panang-karrí
fyrir tvo
  • Kjúklingur 250 g
  • Kókosmjólk 1 bolli
  • Kjúklingasoð 1 bolli
  • Panang-karrímauk
  • Bambussprotar 90 g
  • Paprika 90 g
  • Dvergmaís 50 g
  • Salt 1 tsk
  • Sykur 1 msk.
  • Matarolía 2 msk.

Aðferð: 

1. Matarolía sett á pönnu ásamt panang-karrímauki (kryddmauk, fæst í búð).

2. Kókosmjólkinni hrært saman við.

3. Skerið kjúklinginn í bita og bætið við ásamt kjúklingasoði.

4. Látið malla í 5 mínútur.

5. Næst er það bambus.

6. Öllu kryddi bætt við (salt og sykur).

7. Seinast er það paprikan.

8. Eldið í 7 mínútur.

9. Njóta.

Bankok Tælenskur veitingarstaður Kóp Aðlagar réttina að Íslendingum
Bankok Tælenskur veitingarstaður Kóp Aðlagar réttina að Íslendingum mbl/Arnþór Birkisson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert