Súkkulaðihjúpuð himnasæla

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

„Allt sem er súkkulaðihjúpað er gott,“ sagði ein­hver einu sinni og við erum ekki frá því að það sé hár­rétt hjá viðkom­andi. Hér gef­ur að líta súkkulaðihjúpaða ban­ana og það er ekki annað að sjá en að út­kom­an sé hreint stór­brot­in í allri sinni ein­feldni. Svo get­ur maður hjúpað súkkulaðið með því sem hug­ur­inn girn­ist og nú þyk­ist ég vita að ein­hverj­ar skap­andi heila­stöðvar séu farn­ar í gang hjá sum­um. 

Það er Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiður­inn að þess­ari sniðugu upp­skrift en hún seg­ist elska allt sem sé ein­falt, fal­legt og gott – og þessi upp­skrift falli ein­mitt í þann flokk. 

Súkkulaðihjúpuð himnasæla

Vista Prenta

Súkkulaðihjúpaðir ban­an­ar

  • 3-4 ban­an­ar (skorn­ir í 2-3 bita hver)
  • 150 gr. suðusúkkulaði
  • 150 gr. hjúpsúkkulaði
  • Til ham­ingju hakkaðar hesli­hnet­ur
  • Til ham­ingju gróft kó­kos­mjöl
  • Íspinnaprik

Aðferð:

  1. Skerið hvern ban­ana í 2-3 bita eft­ir því hversu stór­ir þeir eru og takið aðeins af end­un­um báðum meg­in.
  2. Stingið íspinnapriki í hvern bita.
  3. Bræðið sam­an suðusúkkulaði og hjúpsúkkulaði (betra að hafa smá blöndu því hjúpsúkkulaðið storkn­ar fyrr og verður harðara).
  4. Setjið brætt súkkulaði í hátt plast­glas/​annað mjótt ílát og dýfið hverj­um bita á kaf.
  5. Hallið bit­an­um þá upp á við og sláið eins miklu af súkkulaðinu af og þið getið og snúið bit­an­um reglu­lega.
  6. Þegar súkkulaðið er hætt að renna af má strá ríku­lega af hnet­um eða kó­kos­mjöli  all­an hring­inn og leggja bit­ann síðan á bök­un­ar­papp­ír þar til súkkulaðið storkn­ar.
  7. Ban­ana­bitarn­ir eru best­ir sam­dæg­urs og gott er að geyma þá í kæli (þeir duga þó vel í 1-2 daga frá hjúp­un).

Ég er klár­lega hnetu­meg­in í líf­inu, elska allt með hnet­um og vá hvað þessi blanda passaði hrika­lega vel sam­an, ban­an­ar, súkkulaði og hnet­ur….mmmmm.

mbl.is/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert