Heimagerðir einhyrningaíspinnar

mbl.is/Íris Pétursdóttir

Ein­hyrn­inga­mat­ur er ákaf­lega vin­sæll enda þykir hann af­skap­lega fal­leg­ur og eru börn sér­stak­lega sólg­in í hann. Hér gef­ur að líta heima­gerða íspinna sem eru sann­ar­lega í holl­ari kant­in­um og ættu því að gleðja for­eldra. 

Það er Íris Pét­urs­dótt­ir á In­fantia.is  sem á heiður­inn af þess­ari upp­skrift sem við hvetj­um ykk­ur til að prófa. 

Heima­gerðir ein­hyrn­ing­aí­spinn­ar

Ég kalla þessa fal­legu íspinna unicorn-pinna af því lit­irn­ir í þeim minna á þemaliti ein­hyrn­inga. Þess­ir eru holl­ir og góðir til að kæla sig aðeins á sól­rík­um sum­ar­dög­um, sóma sér vel í barna­af­mæl­inu, í eft­ir­rétt hvaða dag vik­unn­ar sem er og þá má meira að segja borða í morg­un­mat, svo holl­ir eru þeir!

  • 3 dl hreint skyr
  • 1 msk. Sweet Like Syrup frá Good Good
  • 10 drop­ar vanillu-stevia (má sleppa)
  • 1/​4 tsk. vanillu­drop­ar
  • 2 msk. syk­ur­laus jarðarberja­sulta 
  • 2 msk. syk­ur­laus blá­berja­sulta 
  • 2 msk. syk­ur­laus apríkós­usulta
  • Spiru­l­ina-duft á hnífsoddi

Hrærið vel sam­an skyri, sírópi, stevíu og vanillu­drop­um og skiptið blönd­unni jafnt í 4 skál­ar. Bætið svo jarðaberja­sult­unni í eina skál, blá­berja­sultu í aðra, apríkós­usult­unni í þá þriðju og hrærið hverja blöndu fyr­ir sig vel sam­an. Ef þið viljið ná fram ljós­græna litn­um er sett ör­lítið af spiru­l­ina-dufti í síðustu skál­ina og hrært vel, ann­ars má al­veg sleppa því og hafa bara hvítt.

Te­skeið af hverri blöndu sett til skipt­is í íspinna­form þar til það er fullt og íspinnaprik sett í. Fryst í a.m.k. 6 klst.

Ég notaði íspinna­mót úr síli­koni sem ég keypti í Allt í köku, þau eru frek­ar lít­il en mér finnst það mik­ill kost­ur, oft eru íspinna­mót svo stór og pinn­arn­ir verða því voða stór­ir og sér­stak­lega börn geta ekki klárað, en þessi eru full­kom­in að stærð.

mbl.is/Í​ris Pét­urs­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka