Sjóðheitir eldbakaðir ostar

Svo kveikir maður í ostinum og partýið getur byrjað.
Svo kveikir maður í ostinum og partýið getur byrjað. Árni Sæberg

Meist­ara­kokk­ur­inn Aníta Ösp Ing­ólfs­dótt­ir, sem jafn­framt er yf­ir­mat­reiðslu­meist­ari á RIO Reykja­vík, galdr­ar hér fram fyr­ir okk­ur tvo ein­falda rétti sem eru vís­ir til að létta lund­ina í ann­ars grá­myglu­legu sum­arskamm­deg­inu. Brie bragðast sér­stak­lega vel í rign­ingu, ekki síst þegar búið er að flambera hann eft­ir kúnst­ar­inn­ar regl­um.

Brennd­ur brie

  • 1 stk. brie
  • 3 cl vi­ský

Efsta lagið af brie-ost­in­um er skorið eins þunnt af og hægt er. Síðan er hann sett­ur á disk/​form sem þolir 180°C.

Síðan er vi­ský­inu hellt yfir og kveikt í.

Bal­samico-hind­ber

  • 1 box hind­ber
  • 150 ml vatn
  • 150 ml hvítt bal­sa­mik-edik
  • 200 gr. syk­ur
  • Nokk­ur rósapip­ar­korn

Soðið upp á vatn­inu, bal­sa­mik­inu og sykr­in­um. Þá eru rósapip­ar­korn­in mul­in út í. Látið kólna al­veg niður áður en hind­ber­in fara út í. Best er að láta þau liggja í 4-5 klst.

Stökkt brauð

  • 1 stk. Cia­batta-brauð
  • 1 dl sítr­ónu­olía

Brauðið er skorið í örþunn­ar sneiðar, best er að gera það með ör­lítið frost í brauðinu. Þá er það penslað með sítr­ónu­olí­unni á báðum hliðum og bakað í ofni á 160°C í um það bil 7 mín­út­ur, eða þar til það er gull­in­brúnt og stökkt.

Jarðarberja- og app­el­sín­usulta

  • 3 boll­ar jarðarber
  • 2 stór­ar app­el­sín­ur
  • 3 boll­ar syk­ur
  • ½ tsk. xant­h­an gum

Jarðarber­in skor­in, app­el­sín­an zestuð og síðan djúsuð, sett í pott með sykr­in­um. Soðið niður á lág­um hita þar til hún er far­in að þykkna vel. Í lok­in er xant­h­an gum bætt út í og sult­an maukuð.

Djúp­steik­ur brie

  • 2 stk. brie-ost­ur – því trúðu mér einn ost­ur er ekki nóg!
  • 4 msk. fíkjusulta
  • Hveiti
  • Egg
  • Pan­ko-rasp­ur

Brie-ost­ur­inn er tek­inn og gat skorið í miðjuna á hon­um, gatið er síðan fyllt með fíkjusult­unni. Ost­ur­inn er þá fryst­ur í minnsta kosti 3 tíma. Þegar ost­ur­inn er fros­inn er hann tek­inn og panneraður, en best er að fara aðeins öf­uga leið á hann til að fá sem stökk­asta húð á hann. Byrjað er á smá eggi, síðan hveiti, síðan aft­ur egg og svo pan­ko. Ost­ur­inn er síðan djúp­steik­ur á 190°C þar til hann er gull­in­brúnn, en ost­ur­inn þarf helst að vera fros­inn þegar hann fer ofan í djúp­steik­ingarpott­inn því ann­ars er séns á að hann leki í gegn­um raspinn út í pott­inn.

Fíkjusulta

  • 400 gr. fíkj­ur
  • 250 gr. syk­ur
  • 150 ml vatn
  • Nokkr­ir drop­ar af hvítu bal­sa­mik-ed­iki.

Fíkj­urn­ar eru skorn­ar smátt og sett­ar í pott með sykr­in­um og vatn­inu, soðið niður á lág­um hita vel og lengi, sult­an á að vera vel þykk. Í lok­in er ed­ikið sett út í og látið malla með í ca. 2 mín­út­ur. Síðan er sult­an maukuð og kæld.

An­an­as-salsa

  • 1 stk. an­an­as
  • ½ stk. rauðlauk­ur
  • 1 stk. rauður chili
  • 1 dl kórí­and­er
  • 1 stk. lime-zest og safi
  • Salt

An­anasinn er skor­inn smátt, þá er hann steikt­ur á pönnu með ör­lít­illi olíu, en bara rétt aðeins til að ná fram sæt­unni í hon­um, hann á ekki að verða brúnn eða svart­ur að lit. An­anasinn er kæld­ur aðeins niður og á meðan er lauk­ur­inn, chili-inn og kórí­and­er skorið mjög smátt. Síðan er öllu blandað sam­an og smakkað til með lime-zesti, saf­an­um og salti.

Gómsætur ostur sem ekki er annað hægt en að elska.
Góm­sæt­ur ost­ur sem ekki er annað hægt en að elska. Árni Sæ­berg
Aníta Ösp Ingólfsdóttir, yfirmatreiðslumeistari á RIO Reykjavík.
Aníta Ösp Ing­ólfs­dótt­ir, yf­ir­mat­reiðslu­meist­ari á RIO Reykja­vík. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert