Morgunmaturinn er mikilvægasta máltíð dagsins að margra mati og þessi frábæri réttur er svo sannarlega það sem þarf til að koma deginum almennilega af stað.
Ofurmorgunmatur að mexíkóskum hætti
Fyrir 4
Aðferð:
Hitið olíu á rúmgóðri pönnu. Steikið lauk, papriku, og hvítlauk á pönnunni þar til allt er mjúkt og girnilegt. Bætið taco-sósu frá Old El Paso á pönnuna ásamt vatninu. Sjóðið áfram á meðalhita í 4-5 mín. Gerið fjórar holur í sósuna á pönnunni og brjótið eggin út í sósuna, setjið lok á pönnuna og látið malla á hægum straumi þar til eggin eru tilbúin. Þetta tekur um 5-6 mín. Berið fram á pönnunni með sneiddri lárperu, jalapeno og fersku kóríander.