Pítsustangir í útileguna

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Það er fátt snjall­ara í und­ir­bún­ingi stærstu ferðahelg­ar árs­ins en að skella í smá­veg­is heima­baskst­ur og þess­ar dá­semd­ar pítsustang­ir eru með því snjall­ara sem hægt er að grípa með. 

Þær koma frá Svövu Gunn­ars á Ljúf­meti og lekk­er­heit og auðvelt er að skipta pepp­erón­í­inu fyr­ir hvaða álegg sem þið viljið. 

mbl.is/​Svava Gunn­ars­dótt­ir

Pítsustangir í útileguna

Vista Prenta

Pizz­astang­ir með pepp­eroni

  • 1 rúlla pizza­deig
  • 3-4 tsk. ít­ölsk hvít­lauks­blanda
  • 1/​2 tsk. red pepp­er flakes
  • 6 msk. rif­inn par­mes­an
  • 3 msk. ólífu­olía
  • 1 bréf pepp­eroni (um 120 g)
  • rúm­lega 1/​2 poki rif­inn mozzar­ella (um 120 g)

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 200°.
  2. Blandið ít­alskri hvít­lauks­blöndu, red pepp­er flakes og rifn­um par­mes­an sam­an í skál.
  3. Rúllið deig­inu út (eða fletjið það út í fer­hyrn­ing ef notað er heima­gert) og stráið helm­ingn­um af krydd­blönd­unni yfir deigið.
  4. Skerið pepp­eroni í fernt og dreifið yfir helm­ing­inn af deig­inu. Brjótið helm­ing­inn sem er ekki með pepp­eroni yfir pepp­eroni-helm­ing­inn, þannig að fyll­ing­in verði inni í. Skerið deigið í stang­ir og snúið hverri stöng í nokkra hringi.
  5. Penslið yfir brauðstang­irn­ar með ólífu­olíu og stráið krydd­blöndu yfir. Færið brauðstang­irn­ar yfir á bök­un­ar­plötu með bök­un­ar­papp­ír og snúið krydduðu hliðinni niður.
  6. Penslið með olíu og stráið krydd­blöndu yfir (þannig að það er olía og krydd bæði und­ir og yfir brauðstöng­un­um) og bakið í 8-10 mín­út­ur, eða þar til brauðstang­irn­ar eru orðnar gyllt­ar og fal­leg­ar.
mbl.is/​Svava Gunn­ars­dótt­ir
mbl.is/​Svava Gunn­ars­dótt­ir
mbl.is/​Svava Gunn­ars­dótt­ir
mbl.is/​Svava Gunn­ars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert