Hádegisverður ofurfyrirsætunnar

mbl.is/Jennifer Berg

Of­ur­fyr­ir­sæt­an og meist­ara­kokk­ur­inn Jenni­fer Berg þeyt­ist um heims­byggðina vegna starfa sinna en gef­ur sér þó ávallt tíma til þess að elda frá­bær­an mat. Hún seg­ir að áhersl­ur sín­ar hafi breyst ör­lítið und­an­farna mánuði eft­ir að hún dvaldi í Ástr­al­íu og hún eldi meira af holl­um mat en áður.

Hér er hún með frittata eða það sem er nokk­urs kon­ar blanda af eggja­köku og böku (f. quiche) sem hún seg­ir að sé fá­rán­lega auðveld, bragðgóð og holl. Hún hafi borið rétt­inn fram með ein­földu sal­ati.

Mat­ar­blogg Jenni­fer er hægt að nálg­ast HÉR.

Hádegisverður ofurfyrirsætunnar

Vista Prenta

Há­deg­is-frittata að hætti Jenni­fer

  • 1 brokkólí­haus, skor­inn frem­ur smátt
  • 2 msk. ólífu­olía eða kó­kosol­ía
  • 3 vor­lauk­ar, saxaðir
  • Hand­fylli af fersku spínati
  • 3 græn­káls­lauf, stilk­arn­ir skorn­ir burt, saxað
  • 1 tsk. cum­in
  • 1 tsk. sítr­ónu­börk­ur, fínt rif­inn
  • 1 msk. sítr­ónusafi
  • 10 egg, pískuð
  • 2 tsk. nut­riti­onal ye­ast-flög­ur 

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 190 gráður.
  2. Setjið vatn í pott og látið suðuna koma upp og setjið brokkólíið út í pott­inn. Sjóðið í 3 mín­út­ur eða þar til það er farið að mýkj­ast. Hellið vatn­inu af og setjið til hliðar. 
  3. Hitið olíu á pönnu. Setjið vor­lauk­inn, græn­kálið, brokkólíið og spínatið á og steikið í þrjár mínut­ur eða uns mjúkt. 
  4. Bætið því næst cum­in og sítr­óusafa og berki. 
  5. Setjið græn­met­is­blönd­una í eld­fast mót. Hellið eggj­un­um yfir og sáldrið nut­riti­onal ye­ast-flög­un­um yfir. 
  6. Setjið í ofn­inn og bakið í 20-25 mín­út­ur eða þar til egg­in eru til­bú­in og fal­lega gyllt á lit. Setjið smá ólífu­olíu og stráið sjáv­ar­salti yfir. 
  7. Berið fram og njótið. 
mbl.is/​Jenni­fer Berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert