Ostakökubitar sem trylla partýið

mbl.is/TM

Þess­ir osta­köku­bit­ar eru mik­il snilld því það má vel baka þess­ar elsk­ur og frysta. Ein lekk­er týpa sem Mat­ar­vef­ur­inn fékk veður af kipp­ir alltaf nokkr­um bit­um út þegar hún heyr­ir tengda­móðir sína koma blót­andi upp inn­keysl­una og sú gamla er far­in að brosa og tala um að hætta að reykja áður eft­ir tvo bita.

Þessi upp­skrift er upp­runa­lega frá grgs.is en hef­ur verið breytt. Upp­runa­lega upp­skrift­in var með Oreo líka í fyll­ing­unni en hér er búið að setja súkkulaði í staðinn og minnka syk­ur­inn.

Ostakökubitar sem trylla partýið

Vista Prenta

Ein­fald­ir Oreo-osta­köku­bit­ar

  • 24 Oreo-kex­kök­ur
  • 60 g smjör
  • 800 g rjóma­ost­ur (þessi blái frá MS eða Phila­delp­hia)
  • 150 g syk­ur
  • 1 sýrður rjómi
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 4 egg
  • 200 g af góðu súkkulaði (t.d. með sjáv­ar­salti, kara­mellu eða jafn­vel rommý)
  • Salt­kara­mellusósa eða brætt súkkulaði til skreyt­ing­ar

Aðferð:

  1. Setið álp­app­ír í bök­un­ar­form á hefðbundnu lasagnia-móti. Setjið Oreo-kök­urn­ar í mat­vinnslu­vél og myljið niður en ekki al­veg í mjöl.
  2. Bræðið helm­ing­inn af smjör­inu og blandið sam­an við muldu kök­urn­ar. Þrýstið niður í botn­inn á bök­un­ar­form­inu.
  3. Hrærið rjóma­osti og sykri sam­an og bætið sýrða rjóm­an­um og vanillu­drop­um út í. Setjið egg út í, eitt í einu, þar til það hef­ur bland­ast vel sam­an.
  4. Bætið gróft söxuðu súkkulaði við. Hellið þessu síðan yfir Oreo-botn­inn.
  5. Setjið inn í 165°C heit­an ofn í um 45 mín­út­ur. Takið úr ofn­in­um og leyfið að kólna í um 20 mín­út­ur.
  6. Geymið kök­una í kæli í a.m.k. 4 tíma áður en hún er skor­in í bita og bor­in fram.
  7. Gott er að skreyta kök­una með salt­kara­mellusósu eða bræddu súkkulaði. Þá er best að blanda smjöri við brædda súkkulaðið svo það storkni ekki og brotni þegar hún er skor­in.
mbl.is/​TM
mbl.is/​TM
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert