Heimalagað chili-majónes

Chili-majónes er ómissandi með nýsteiktum frönskum kartöflum.
Chili-majónes er ómissandi með nýsteiktum frönskum kartöflum. Frederikke Wærens

Við Íslend­ing­ar erum ef­laust ein mesta sósuþjóð sem fyr­ir­finnst, vilj­um sós­ur með eða á öll­um mat. Svona til að „krydda þetta“ aðeins bet­ur. Chili-maj­ónes hef­ur ekki svikið neinn hingað til og er stór­kost­legt með frönsk­um kart­öfl­um, nú eða beint á ham­borg­ar­ann.

Heima­lagað chili-maj­ónes

Vista Prenta

Heima­lagað chili-maj­ónes

  • 250 ml Hell­mann´s maj­ónes
  • 1 dós sýrður rjómi, 18%
  • 2 stór­ir hvít­lauk­ar
  • 1 ferskt chili
  • 2 tsk. papríkukrydd
  • 2 tsk. þurrkaðar chili-flög­ur
  • 1 tsk. syk­ur
  • 1 msk. tóm­atsósa
  • Salt og pip­ar
  • 2 tsk. Sriracha-chili-sósa eða önn­ur sam­bæri­leg

Aðferð

Hrærið maj­ónesi og sýrðum rjóma sam­an og blandið því næst öðrum hrá­efn­um við.

Smakkið ykk­ur áfram, því ein­hverj­ir vilja hafa hlut­ina bragðsterk­ari en aðrir.

Frederikke Wær­ens
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert