Ógleymanlegar pönnukökur með óvæntu leynihráefni

mbl.is/Linda Ben

Hvað er meira viðeig­andi akkúrat núna en góm­sæt­ar am­er­ísk­ar pönnu­kök­ur sem eru með því sem við köll­um „leyni­hrá­efni Lindu" en það er vanillu­skyrið frá Örnu sem er með stevíu. 

Skyrið er nokkuð snjallt enda afar vin­sælt og skyldi eng­an undra. Bráðsnjallt og syk­ur. En hér er upp­skrift­in henn­ar Lindu Ben. Njótið vel!

Ógleymanlegar pönnukökur með óvæntu leynihráefni

Vista Prenta

Létt­ar, mjúk­ar og holl­ar pönnu­kök­ur sem bragðst eins og venju­leg­ar!

Þess­ar hollu pönnu­kök­ur eru létt­ar, loft­mikl­ar og mjúk­ar og akkúrat eins og hefðbundn­ar. Þær inni­halda mjög lít­inn syk­ur (hægt sleppa al­veg) en þær eru sætt­ar með stevíu vanillu­skyri, skyrið gef­ur þeim líka mýkt­ina sem maður finn­ur.

Hægt er að toppa pönnu­kök­urn­ar með hverju sem er. Á mínu heim­ili elsk­um við að setja smjör, ost og fersk ber á pönnu­kök­urn­ar okk­ar en fáum okk­ur svo eina með sírópi og fersk­um berj­um í eft­ir­rétt.

  • 2 1/​3 dl hveiti
  • 2 1/​3 dl heil­hveiti
  • 4 tsk. lyfti­duft
  • ¼ tsk. salt
  • ½ msk. syk­ur
  • 3,5 dl mjólk
  • 2 egg
  • 100 g vanillu­skyr með stevíu frá Örnu

Aðferð:

Blandið þur­refn­un­um fyrst sam­an í skál, bætið svo öll­um öðrum inni­halds­efn­um í skál­ina og blandið sam­an.

Notið dl-mál til að mæla deig fyr­ir hverja pönnu­köku og steikið á hvorri hlið þar til hún verður gull­in­brún.

mbl.is/​Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka