Nachos-réttur sem þú munt elska

Nachos-réttur með ómótstæðilegri blöndu, cheddar-osti og tómatsalsa.
Nachos-réttur með ómótstæðilegri blöndu, cheddar-osti og tómatsalsa. mbl.is/Mummum

Eft­ir að hafa smakkað þetta nachos verður ekki aft­ur snúið. Þeir sem hafa ratað inn á veit­ingastaðinn Chili´s í Banda­ríkj­un­um munu elska þenn­an rétt. Ein leið til að gera vel við sig og sína er að leyfa sér þetta og njóta án sam­visku­bits.  

Nachos-réttur sem þú munt elska

Vista Prenta

Nachos rétt­ur sem þú munt elska (fyr­ir 4)

Prenta
Prenta
  • Stór­ar tortilla- eða nachos-flög­ur
  • 1 dós nýrna­baun­ir
  • 100 g chorizo-pylsa
  • 3 msk. ólífu­olía
  • 2 msk. hveiti
  • 3 msk. mjólk
  • 125 g rif­inn chedd­ar-ost­ur
  • 125 g havartí-ost­ur

Dreift á rétt­inn und­ir lok­in

  • 200 g chedd­ar-ost­ur
  • Jalapenjó

Aðferð:

  1. Fjar­lægið himn­una af chorizo-pyls­unni og skerið í sneiðar. Steikið á pönnu upp úr smá­veg­is af olíu.  
  2. Bætið við nýrna­baun­um, havartí- og chedd­ar-ost­in­um.
  3. Því næst bland­ast hveitið við, síðan mjólk­in og hrærið vel sam­an.
  4. Hellið öllu í bland­ara og maukið sam­an.
  5. Smyrjið stór­ar nachos-flög­urn­ar með blönd­unni og dreifið chedd­ar-osti yfir. Leggið á plötu og bakið þar til ost­ur­inn hef­ur bráðnað. Setjið jalapenjó yfir hverja flögu þegar til­búið. 
  6. Berið fram með salsa, sýrðum rjóma, maís, guaca­mole eða því sem hug­ur­inn girn­ist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert