Eftir að hafa smakkað þetta nachos verður ekki aftur snúið. Þeir sem hafa ratað inn á veitingastaðinn Chili´s í Bandaríkjunum munu elska þennan rétt. Ein leið til að gera vel við sig og sína er að leyfa sér þetta og njóta án samviskubits.
Nachos-réttur sem þú munt elska
Nachos réttur sem þú munt elska (fyrir 4)
- Stórar tortilla- eða nachos-flögur
- 1 dós nýrnabaunir
- 100 g chorizo-pylsa
- 3 msk. ólífuolía
- 2 msk. hveiti
- 3 msk. mjólk
- 125 g rifinn cheddar-ostur
- 125 g havartí-ostur
Dreift á réttinn undir lokin
- 200 g cheddar-ostur
- Jalapenjó
Aðferð:
- Fjarlægið himnuna af chorizo-pylsunni og skerið í sneiðar. Steikið á pönnu upp úr smávegis af olíu.
- Bætið við nýrnabaunum, havartí- og cheddar-ostinum.
- Því næst blandast hveitið við, síðan mjólkin og hrærið vel saman.
- Hellið öllu í blandara og maukið saman.
- Smyrjið stórar nachos-flögurnar með blöndunni og dreifið cheddar-osti yfir. Leggið á plötu og bakið þar til osturinn hefur bráðnað. Setjið jalapenjó yfir hverja flögu þegar tilbúið.
- Berið fram með salsa, sýrðum rjóma, maís, guacamole eða því sem hugurinn girnist.