Það er fátt betra en nýveiddur pönnusteiktur silungur og hér gefur að líta aðferð sem er ákaflega einföld en einstaklega bragðgóð.
Það er meistari Albert Eiríksson sem á heiðurinn að þessari uppskrift en hann segir það hluta af sumarvinnu sinni að vitja um silunganet og fyrir vikið matreiði hann nýveiddan silung daglega fyrir hótelgesti. Hann sé á því að þessi aðferð sé best en stundum setji hann nokkrar rúsínur á pönnuna áður en hann ber herlegheitin fram.
Matarblogg Alberts má nálgast HÉR.
Pönnusteiktur silungur með möndluflögum
Flakið silunginn og skerið í bita. Hitið olíuna á pönnu og steikið silunginn á roðhliðinni þangað til hann er gegnumsteiktur. Ekki snúa honum við. Þið sjáið á fiskinum hvnær hann er gegnumsteiktur.
Þurrristið möndluflögur á pönnu og stráið yfir silunginn þegar hann er tilbúinn. Skreytið með dilli og lime.