„Einfaldar hugmyndir í vandaðri útfærslu“

Þeytt skyr ásamt Beurre noisette köku og sellerírótarkaramellu.
Þeytt skyr ásamt Beurre noisette köku og sellerírótarkaramellu. mbl.is/

Á Hell­is­sandi er að finna fjöl­skyldu­rekna veit­ingastaðinn Viðvík, sem hélt ný­lega upp á eins árs af­mæli. „Mat­ur­inn sem við bjóðum upp á er í fínni kant­in­um og af blönduðum upp­runa, þar á meðal skandi­nav­ísk­um, frönsk­um og asísk­um,“ seg­ir Gils Þorri Sig­urðsson, yf­ir­mat­reiðslumaður Viðvík­ur, en hann er eig­andi ásamt bróður sín­um Magnúsi Darra Sig­urðssyni og mök­um þeirra, Anítu Rut Aðal­bjarg­ar­dótt­ur og Helgu Jó­hanns­dótt­ur.

„Við ein­blín­um á ferskt og gott hrá­efni í bland við ein­fald­ar hug­mynd­ir í vandaðri út­færslu. Við fáum síðan frá­bært hrá­efni frá nær­liggj­andi stöðum, aðallega fisk, skel­fisk og þess hátt­ar.“

Spurður um staðsetn­ing­una seg­ist Gils telja hana full­komna. „Ég ólst upp á svæðinu svo að fyr­ir mitt leyti er staðsetn­ing­in upp á tíu, og út­sýnið líka. Kúnna­hóp­ur­inn er skemmti­leg blanda af heima­mönn­um og ferðafólki, en það er árstíðabundið hvor hóp­ur­inn er stærri.

Ferðamenn­irn­ir eru mjög marg­ir á sumr­in, en heima­menn eru líka dug­leg­ir að fá sér að borða, þá oft­ast um helg­ar,“ seg­ir Gils sem deil­ir tveim­ur upp­skrift­um með les­end­um.

„Einfaldar hugmyndir í vandaðri útfærslu“

Vista Prenta

Þeytt skyr ásamt Beur­re noi­sette köku og sell­e­rírót­arkara­mellu

Sítr­ónu „Beur­re Noi­sette“ kaka

  • 190 g syk­ur
  • 115 g hveiti
  • 2 g salt
  • 2 eggj­ar­auður
  • 105 gr eggja­hvíta
  • 1 vanillu­stöng
  • 25 ml sítr­ónusafi
  • börk­ur af hálfri sítr­ónu
  • 160 ml „Beur­re noi­sette“ (Setjið smjör í pott og bræðið yfir meðal­há­um hita. Hrærið reglu­lega í smjör­inu þar til gull­in froða mynd­ast ofan á því. Látið malla þar til froðan verður fag­ur­brún.) 

110 gr af sykri, eggj­ar­auður, sítr­ónu­börk­ur, sítr­ónusafi og vanilla hrært sam­an þar til egg­in eru orðin létt, þá er hveitið sigtað út í og svo smjör­inu bætt við, hrært vel sam­an.

Eggja­hvít­an ásamt salt­inu og rest af sykri þeytt þar til að stíf­ur mar­engs mynd­ast.

Mar­engs­in­um er þá bætt út í hina blönd­una í þrem skref­um. Við mæl­um með því að nota sleikju í stað písks til þess að viðhalda sem mestu lofti í blönd­unni svo að kak­an verði létt­ari.

Smyrjið form með smjöri og hellið blönd­unni í.

Bakað við 165 gráður í 25 mín­út­ur (mis­jafnt eft­ir stærð forms­ins og þykkt kök­unn­ar)

Líka hægt að prufa að not­ast við app­el­sín­ur og kar­dimomm­ur í þessa upp­skrift.

Sell­e­rírót­arkara­mella

  • 1 sell­e­rírót
  • 2 dl syk­ur
  • 1 l vatn
  • 400 ml rjómi

Syk­ur­inn sett­ur í pott og bráðinn þar til dökk kara­mella mynd­ast.

Á meðan syk­ur­inn bráðnar er gott að skera sell­e­rí­rót­ina í grófa ten­inga. Þegar syk­ur­inn er til­bú­inn er vatn­inu bætt út í, mælt er með því að hita vatnið áður til þess að minnka mynd­un syk­ur­krist­alla.

Þegar syk­ur­inn hef­ur leyst vel upp í vatn­inu má bæta sell­e­rí­rót­inni út í og sjóða vel sam­an, eða þar til að bland­an hef­ur soðið niður um rúm­lega helm­ing.

Næst er sell­e­rí­rót­in sigtuð frá og bland­an soðin niður enn frem­ur eða þar til að sýróp hef­ur mynd­ast.

Næst er rjóm­an­um bætt út í og bland­an soðin sam­an þar til þykkn­ar, gott er að hræra vel í blönd­unni með písk.

Kara­mell­an er þá lát­in kólna, þegar kara­mell­an er orðin köld er gott að hræra hana upp.

Þeytt skyr

  • 200 g skyr (má vera hvaða bragð sem er, hér er notað vanillu­skyr)
  • 250 ml rjómi
  • flór­syk­ur eft­ir smekk
  • 2 tsk hun­ang (eða eft­ir smekk)
  • börk­ur af hálfri sítr­ónu
  • „brennt“ hvítt súkkulaði

Rjóm­inn sett­ur í hræri­vél og léttþeytt­ur

Skyr­inu svo bætt út í ásamt, flór­sykri, hun­angi, sítr­ónu­berki og fínmuldu brenndu hvítu súkkulaði. Þeytt áfram þar til stíft.

Annað meðlæti

  • frostþurrkuð hind­ber
  • „brennt“ hvítt súkkulaði
  • dill olía
  • fersk hind­ber eða jarðarber
Viðvík er lítill en notalegur veitingastaður sem rúmar 30-40 manns.
Viðvík er lít­ill en nota­leg­ur veit­ingastaður sem rúm­ar 30-40 manns. mbl.is/
mbl.is/
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert