Rjúkandi gott rækjupasta sem slær í gegn

Mat­ur sem búið er að mar­in­era og und­ir­búa að flestu leyti fyr­ir eld­un nýt­ur sí­fellt meiri vin­sælda enda dæma­laust þægi­legt að þurfa ekki að gera neitt annað en að skella hrá­efn­inu á grillið nú eða pönn­una.

Rjúkandi gott rækjupasta sem slær í gegn

Vista Prenta

Rækjup­asta

  • 2 stk. skalot­lauk­ar
  • 1 stk stór rauður chili
  • 100 ml hvít­vín
  • ½ stk. sítr­óna – zest
  • 4 msk. graslauk­ur, smátt skor­inn
  • 1 tsk. hvít­lauk­spip­ar
  • 200 g spínat
  • 500 ml rjómi
  • 400 g pasta
  • 1 bakki rækj­ur frá Ópal sjáv­ar­fangi

Aðferð:

Skalot­lauk­ur­inn og chili skorið mjög smátt, sett í pott með smá olíu og steikt á lág­um hita í góðan tíma. þá er hvít­vín­inu hellt út á og soðið niður þar til það er nán­ast al­veg gufað upp, þá er rjóm­an­um, sítr­ónu-zest­inu og hvít­lauk­spip­arn­um bætt úr í og leyft að sjóða aðeins niður, í lok­in er graslaukn­um bætt út í.

Pastað er soðið eft­ir leiðbein­ing­um, þá er því bætt út í sós­una góðu.

Rækj­urn­ar eru steikt­ar á heitri pönnu með olíu og með salti, í sirka 45 sek­únd­ur á hvorri hlið, þá er smjör sett út á pönn­una og hún tek­in af hit­an­um.

Spínatið er sett neðst á disk­inn, síðan fer pastað ofan á og síðast en ekki síst rækj­urn­ar góðu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert