Hannaðu þinn eigin Magnum ís

Viltu hanna þinn eigin Magnum ís?
Viltu hanna þinn eigin Magnum ís? mbl.is/Magnum

Elsk­ar þú ís? Ertu á leiðinni til Kaup­manna­hafn­ar? Þá er þetta eitt­hvað fyr­ir þig. Í til­efni að opn­un nýrr­ar Magn­um Plea­sure Store í versl­un­inni Magasin á Kongens Nytorv, þá get­ur þú komið inn dag­ana 17. ág­úst til 09. sept­em­ber og hannað þinn eig­in Magn­um vanilluís. Þú vel­ur ein­fald­lega hvernig súkklaði þú vilt á ís­inn - ertu dökka týp­an eða þorir þú að kasta þér út í ljós­ari val­mögu­leika? Þar fyr­ir utan verður mikið úr­val af spenn­andi hnet­um, berj­um, súkkulaði topp­um og jafn­vel salti til að skreyta ís­inn. Og sem inn­blást­ur þá fengu Magn­um þrjá spenn­andi hönnuði, Maria Black, Second Female og Adax, til að hanna sinn upp­á­halds ís út frá þeirra eig­in vöru­lín­um. Þeir verða til sölu í tak­markaðan tíma og ein­ung­is hjá Magn­um í Magasin.

mbl.is/​Magn­um
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert