Gamli góði kjúllinn og kartöflur

Kjúklingur og kartöflur í eitt fat, réttur sem klikkar ekki.
Kjúklingur og kartöflur í eitt fat, réttur sem klikkar ekki. mbl.is/Wichmann+Bendtsen

Hinn klassíski kjúklingur sem fannst víða á borðum hér á áttunda áratugnum má hreinlega ekki gleymast. Kjúklingur er nefnilega hollur og ódýr og umfram allt þægilegur að elda, sérstaklega þegar allt fer í eitt fat og borið þannig á borð. Stundum þurfa hlutirnir ekkert að vera flóknir.

Gamli góði kjúllinn og kartöflur

  • 1 kg nýjar kartöflur
  • Salt og pipar
  • 1 stór kjúklingur, sirka 1.300 – 1.600 g
  • Ólífuolía
  • Safi af einni sítrónu
  • 2 msk. þurrkað oreganó
  • 2 msk. þurrkað timían

Salat:

  • 1 poki af blönduðu salati
  • ½ dl ólífuolía
  • 3 msk. balsamik hvítt
  • Salt og pipar
  • 1 búnt af steinselju

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°. Þvoið kartöflurnar og setjið í stórt eldfast mót. Ef kartöflurnar eru stórar má skera þær til helminga. Kryddið með salti og pipar.
  2. Klippið kjúklinginn til helminga og leggið í eldfasta mótið. Kryddið með ólífuolíu, sítrónusafa, oreganó, timían, salti og pipar. Steikið í ofninum í 55 mínútur.
  3. Skolið salatið og þurrkið. Blandið ólífuolíu saman við balsamikið, saltið og piprið og hellið því næst yfir salatið. Skerið persilluna smátt og dreifið yfir kjúklinginn og restinni yfir salatið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert