Dásamleg tómatbaka með mozzarella og basilikum

Gómsæt baka með litríkum tómötum, mozzarella og basilikum.
Gómsæt baka með litríkum tómötum, mozzarella og basilikum. mbl.is/Betina Hastoft

Það er eitt­hvað við bök­ur sem er bara svo ljúf­fengt, sér­stak­lega þegar hrá­efnið er að „tala sam­an“. Þessi er auðgerð með fullt af fersk­um tómöt­um, mozzar­ella-osti og basilik­um.

Dásamleg tómatbaka með mozzarella og basilikum

Vista Prenta

Tómat­baka með mozzar­ella og basilik­um (fyr­ir 4)

Tertu­deig:

  • 100 g smjör
  • 175 g hveiti
  • 1 dl ses­am­fræ
  • ¼ tsk. salt
  • 1 eggj­ar­auða
  • 1 msk. kalt vatn
  • Fyll­ing:

    • 2 dl mascarpo­ne eða sýrður rjómi
    • ¾ tsk. salt
    • Pip­ar
    • 300 g cherry-tóm­at­ar, fal­legt að hafa blandaða liti
    • 150 g míni mozzar­ella
    • Fersk basilika
    • 2 msk. ólífu­olía
    • Salt og pip­ar

    Aðferð:

    1. Skerið smjörið í litla ten­inga. Klípið smjörið sam­an við hveitið ásamt ses­am­fræ­un­um og salt­inu, þar til þetta lík­ist rifn­um osti. Bætið þá eggj­ar­auðu og vatni sam­an við. Leyfið deig­inu að hvíla í 30 mín­út­ur inni í ís­skáp.
    2. Smyrjið tertu­form og klæðið formið að inn­an (sirka 26 cm form). Bakið botn­inn í ca. 20 mín­út­ur við 180°, þar til það verður gyllt og bakað í gegn. Leyfið botn­in­um að kólna.
    3. Kryddið mascarpo­ne-ost­inn með salti og pip­ar og smyrjið hon­um á tertu­botn­inn. Skerið tóm­at­ana til helm­inga og dreifið yfir ásamt mozzar­ella-ost­in­um og basilik­unni til síðast. Dreypið smá ólífu­olíu og saltið og piprið eft­ir smekk.
    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert