Fylltar paprikur með búlgursalati

Fylltar paprikur með búlgursalati og fetaosti er algjört lostæti.
Fylltar paprikur með búlgursalati og fetaosti er algjört lostæti. mbl.is/Nina Malling

Hér eru það feta­ost­ur­inn og kryd­d­jurtirn­ar sem færa bragðlauk­ana til Grikk­lands. Girni­leg upp­skrift að fyllt­um paprik­um með búlg­ur­sal­ati.

Fylltar paprikur með búlgursalati

Vista Prenta

Fyllt­ar paprik­ur með búlg­ur­sal­ati (fyr­ir 4)

  • 400 g lambahakk
  • 2 rauðar paprik­ur
  • 1 lauk­ur
  • 2 stór hvít­lauksrif
  • ½ hand­fylli mynta
  • Hand­fylli af stein­selju
  • 2 tsk. kórí­and­er
  • 1 tsk. paprikukrydd
  • 40 g furu­hnet­ur
  • Salt og pip­ar
  • 150 g feta­ost­ur

Búlg­ur­sal­at:

  • 3 dl búlg­ur
  • Safi af ½ sítr­ónu
  • 2 msk. ólífu­olía
  • Hand­fylli af stein­selju
  • Hand­fylli af myntu
  • 1 lít­ill rauðlauk­ur
  • 1 dl möndl­ur
  • 1 glas kalamata-olía

Aðferð:

  1. Stillið ofn­inn á 200°. Skerið paprik­urn­ar til helm­inga langs­um og fjar­lægið kjarn­ana. Setjið paprik­urn­ar í eld­fast mót. Skerið lauk og hvít­lauk smátt. Skolið og hakkið myntu og stein­selju fínt. Blandið lauk, hvít­lauk, fersk­um og þurrkuðum krydd­um, furu­hnet­un­um, salti og pip­ar sam­an við hakkið og blandið vel. Bætið feta­ost­in­um út í. Setjið blönd­una í papriku­helm­ing­ana og bakið í ofni í ca. 25 mín­út­ur, eða þar til kjötið er eldað í gegn.
  2. Búlg­ur­sal­at: Sjóðið búlg­urn­ar sam­kvæmt leiðbein­ing­um og hellið þeim í skál. Hrærið sítr­ónusaf­an­um og ol­í­unni út í. Skolið og hakkið myntu og stein­selju fínt og bætið út í búlg­ur­blönd­una í skál­inni. Skerið rauðlauk­inn í þunna báta. Ristið möndl­urn­ar á þurri pönnu og hakkið þær gróf­lega. Bætið því næst rauðlauk, möndl­um og ol­í­unni í sal­atið og berið fram með fylltu paprik­un­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert