Salt er eitthvað sem er alltaf til á hverju heimili, eða ætti að vera það því það er frábært til ýmissa verka.
<strong>Settu silfrið í saltbað:</strong>Ef þú átt silfurskeiðar og annað slíkt sem farið er að falla á þá skelltu því í saltbað með álpappír. Settu sjóðandi heitt vatn og salt í bala með álpappír á botninn. Leyfðu silfrinu að liggja í balanum í 10-15 mínútur og skolið því næst með vatni. Þurrkið vel á eftir. Endurtakið ferlið ef ykkur finnst þið þurfa betri árangur.
<strong>Niðurfallshreinsir á nokkrum mínútum:</strong>Við könnumst öll við að niðurfallið í vaskinum á það til að stíflast. En þá er engin ástæða til að hlaupa út í búð og kaupa niðurfallshreinsi ef þú býrð svo vel að eiga lyftiduft, edik og salt. Hljómar eins og uppskrift að einhverju ætilegu en þessi hráefni geta á stuttum tíma breyst í niðurfallshreinsi. Blandið ½ dl af salti og ½ dl af lyftidufti og setjið í niðurfallið ásamt 1 dl af ediki – látið standa í 15 mínútur áður en skolað er með heitu vatni.
<strong>Segðu bless við maura:</strong>Eiga maurar til að koma í heimsókn upp í sumarbústað eða heima fyrir? Skelltu þá blöndu af vatni og salti í spreybrúsa og úðaðu þar sem þú telur að þeir komi inn. Þessi blanda er mun náttúrulegri en önnur keypt efni úti í búð.