Konfektkaka af gamla skólanum

mbl.is/Albert Eiríksson

Hver man ekki eft­ir gömlu góðu kon­fekttert­un­um sem gerðu hvert boð að hátíðar­veislu. Hér gef­ur að líta upp­skrift að einni slíkri en það er Al­bert Ei­ríks­son sem á heiður­inn að sköp­un­inni. 

Hann seg­ir að í sum­um upp­skrift­um séu botn­arn­ir bakaðir á lág­um hita í lang­an tíma, líkt og mar­engs en sjálf­um þyki hon­um betra að baka þá á háum hita og hafa þá mjúka að inn­an þegar þeir koma úr ofn­in­um. 

Mat­ar­blogg Al­berts er hægt að nálg­ast HÉR.

Konfektkaka af gamla skólanum

Vista Prenta

Kon­fektterta – ein sú allra besta

  • 6 eggja­hvít­ur
  • 200 g flór­syk­ur (11/​2 b)
  • 200 g kó­kos­mjöl (2 2/​3 b) 
  • 6 eggj­ar­auður
  • 100 g flór­syk­ur (tæp­lega bolli)
  • 130 g súkkulaði (ljóst og dökkt til helm­inga)
  • 130 g smjör
  • Kon­fekt­mol­ar

Botn­ar: Aðskiljið egg­in og þeytið hvít­urn­ar með flór­sykr­in­um og þeytt þar til bland­an er stífþeytt. Bætið kó­kos­mjöl­inu sam­an við með sleif. Leggið kringl­ótt­an disk á bök­un­ar­papp­ír og teiknið tvo hringi. Setjið deigið þar á og bakið við 180°C í um 25 mín. (fer eft­ir ofn­um eins og alltaf).

Krem: Bræðið súkkulaðið og smjör í vatnsbaði og látið kólna aðeins. Þeytið eggj­ar­auður og flór­syk­ur vel sam­an. Hellið var­lega sam­an við eggja­blönd­una og hrærið vel sam­an. Setjið hluta af krem­inu á milli botn­anna og smyrjið af­gang­in­um ofan á tert­una. Skreytið með kon­fekt­mol­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert