Gjöriði svo vel, það er komin bláberjabaka á borðið. Það eru eflaust einhverjir sem láta ekki bjóða sér slíkt góðgæti tvisvar. Þessi er með súkkulaði og mascarpone-kremi – einn, tveir og baka!
Bláberjabaka með mascarpone kremi
- 100 g möndlur
- 150 g hveiti
- 75 g flórsykur
- 125 g smjör
- 1 egg
- 100 g dökkt súkkulaði
Mascarpone krem:
- 1 vanillustöng
- 250 g mascarpone-ostur
- 2½ dl rjómi
- 2 msk. sykur
Skraut:
- 250 g bláber
- Börkur af sítrónu
Tertudeig aðferð:
- Skolið möndlurnar og hakkið þær mjög fínt í matvinnsluvél.
- Bætið hveiti, flórsykri, smjöri og eggi við möndlurnar og geymið blönduna í kæli í 30 mínútur.
- Stráið hveiti á borðið og rúllið deiginu út. Leggið deigið í smurt tertufat (um 24 cm) þannig að deigið nái yfir botn og hliðar.
- Bakið í ofni við 175° í 15-20 mínútur og leyfið að kólna.
- Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Penslið súkkulaðinu yfir botninn þegar botninn hefur kólnað. Leyfið botninum að standa smá stund í kæli þar til súkkulaðið hefur stífnað.
Mascarpone-krem:
- Skerið vanillustöngina langsum og skrapið innan úr með litlum hníf. Merjið vanillukornin með smávegis af sykrinum, þannig að kornin skiljist að. Pískið mascarpone-ostinum saman við rjómann, vanillukornin og restina af sykrinum þar til blandan verður létt í sér. Smyrjið yfir tertubotninn.
- Skreytið bökuna í lokin með bláberjum og rífið smá sítrónubörk yfir berin.