Girnileg bláberjabaka með mascarpone-kremi

Gómsæt bláberjabaka með súkkulaði og mascarpone-kremi.
Gómsæt bláberjabaka með súkkulaði og mascarpone-kremi. mbl.is/Spise Bedre

Gjöriði svo vel, það er kom­in blá­berja­baka á borðið. Það eru ef­laust ein­hverj­ir sem láta ekki bjóða sér slíkt góðgæti tvisvar. Þessi er með súkkulaði og mascarpo­ne-kremi – einn, tveir og baka!

Girnileg bláberjabaka með mascarpone-kremi

Vista Prenta

Blá­berja­baka með mascarpo­ne kremi

Prenta
Prenta

Tertu­deig:

Prenta
  • 100 g möndl­ur
  • 150 g hveiti
  • 75 g flór­syk­ur
  • 125 g smjör
  • 1 egg
  • 100 g dökkt súkkulaði

Mascarpo­ne krem:

  • 1 vanillu­stöng
  • 250 g mascarpo­ne-ost­ur
  • 2½ dl rjómi
  • 2 msk. syk­ur

Skraut:

  • 250 g blá­ber
  • Börk­ur af sítr­ónu

Tertu­deig aðferð:

  1. Skolið möndl­urn­ar og hakkið þær mjög fínt í mat­vinnslu­vél.
  2. Bætið hveiti, flór­sykri, smjöri og eggi við möndl­urn­ar og geymið blönd­una í kæli í 30 mín­út­ur.
  3. Stráið hveiti á borðið og rúllið deig­inu út. Leggið deigið í smurt tertufat (um 24 cm) þannig að deigið nái yfir botn og hliðar.
  4. Bakið í ofni við 175° í 15-20 mín­út­ur og leyfið að kólna.
  5. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Penslið súkkulaðinu yfir botn­inn þegar botn­inn hef­ur kólnað. Leyfið botn­in­um að standa smá stund í kæli þar til súkkulaðið hef­ur stífnað.

Mascarpo­ne-krem:

  1. Skerið vanillu­stöng­ina langs­um og skrapið inn­an úr með litl­um hníf. Merjið vanillu­korn­in með smá­veg­is af sykr­in­um, þannig að korn­in skilj­ist að. Pískið mascarpo­ne-ost­in­um sam­an við rjómann, vanillu­korn­in og rest­ina af sykr­in­um þar til bland­an verður létt í sér. Smyrjið yfir tertu­botn­inn.
  2. Skreytið bök­una í lok­in með blá­berj­um og rífið smá sítr­ónu­börk yfir ber­in.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert