Kjötbollurnar sem klikka aldrei

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Kjöt­boll­ur njóta mik­illa vin­sælda enda af­skap­lega auðveld­ur og góður mat­ur. Til er sú upp­skrift sem gengið hef­ur manna á milli í ára­tugi og nýt­ur alltaf jafn­mik­illa vin­sælda. 

Hér er það Svava Gunn­ars á Ljúf­meti & lekk­er­heit sem galdr­ar fram gömlu góðu boll­urn­ar en sjálf seg­ist hún gera þær ögn stærri en geng­ur og ger­ist en þær voru jafn­framt vin­sæl­ar sem pinna­mat­ur. Svava seg­ist bera þær fram með kart­öflumús, sósu og sultu. 

Hún hrúgi ein­fald­lega öll­um hrá­efn­un­um í hræri­vél­ina og vinni þau snögg­lega sam­an. Síðan taki hún ís­kúlu­skeið og þá verði all­ar boll­urn­ar jafn­stór­ar. 

Kjötbollurnar sem klikka aldrei

Vista Prenta

Kjöt­boll­ur með púrru­laukssúpu og Ritz-kexi

  • 1 kg nauta­hakk (eða 500 g nauta­hakk og 500 g svína­hakk)
  • 2 egg
  • 1 bréf púrru­laukssúpa
  • 1 pakki Ritz-kex (fínmulið)

Hrærið allt sam­an og mótið kjöt­boll­ur. Bakið við 180° í 15 mín­út­ur.

mbl.is/​Svava Gunn­ars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka