Rjúkandi góð ramen súpa með kjúklingi

Ásdís Ásgeirsdóttir

Góð súpa stendur ávallt fyrir sínu. Súpan er matarmikil og góð, uppfull af gúmmelaði og góðri hollustu og bragðið ætti að æra óstöðugan... eða því sem næst. 

Súpan er úr smiðju veitingastaðarins GOTT og ætti því engan að svíkja.

Rjúkandi góð ramen súpa með kjúklingi

Fyrir 8-10

  • 5 l vatn
  • 100 gr ósoðnar hrísgrjónanúðlur
  • 2 laukar, skornir gróft
  • 5 hvítlauksgeirar (merja)
  • ½ búnt vorlaukur, skorinn smátt
  • 100 gr engifer, rifinn
  • ½ msk chillí, smátt skorinn
  • 2 stk anís
  • 35 gr kjúklingakraftur
  • kjúklingur í litlum bitum (valfrjálst)

Aðferð: 

Setjið vatn í pott og látið suðuna koma upp. Bætið gróft söxuðum lauknum, hvítlauknum, vorlauknum, engiferinu, chilli og stjörnuanís út í ásamt kjúklingakraftinum og sjóðið í ca 1 klukkutíma við væga suðu. Sigtið allt frá og gott er að smakka til smá með soja sósu. Gott er að setja kjúkling eða meira grænmeti út í súpuna til að gera hana matarmeiri.

Sjóðið núðlurnar í eina mínútu, eða þar til þær eru mjúkar, og setjið þær saman við súpuna. Gott er að rífa gulrætur og bera fram með súpunni ásamt sesamfræum og ristuðum hnetum.

Ásdís Ásgeirsdóttir
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert