Ótrúleg kökulistaverk

Magnaðar kökurnar sem Leslie Vigil skreytir – algjör listaverk.
Magnaðar kökurnar sem Leslie Vigil skreytir – algjör listaverk. mbl.is/Leslie Vigil

Með yfir 120 þúsund fylgjendur á Instagram-síðunni sinni hefur Leslie Vigil unnið sér inn orðspor sem einn færasti kökulistamaðurinn þótt víða væri leitað. Kökurnar eru hreint listaverk, þá bæði í hugmyndaflugi og litasamsetningum. Bakstur og skreytingar er hennar ástríða og það leynir sér ekki eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Bróderuð blóm, kaktusar, einhyrningar, ananas með sólgleraugu og kleinuhringir eru á meðal þess sem hún hefur skapað í eldhúsinu. Sannarlega innblástur fyrir okkur hin sem erum vön flötum kökubotnum með kannski smá súkkulaðikremi á toppnum. 

mbl.is/Leslie Vigil
mbl.is/Leslie Vigil
mbl.is/Leslie Vigil
mbl.is/Leslie Vigil
mbl.is/Leslie Vigil
mbl.is/Leslie Vigil
mbl.is/Leslie Vigil
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert