Hefur þú smakkað smushi?

Það er hægt að fá smørrebrauð í sushi-stærðum á kaffihúsi …
Það er hægt að fá smørrebrauð í sushi-stærðum á kaffihúsi í Kaupmannahöfn. mbl.is/RoyalSmushiCafe

Ef þig langar á ævintýralegt kaffihús þá er eitt slíkt að finna í hjarta Kaupmannahafnar – Royal Smushi Cafe. Sushi er aldagömul hefð hjá Japönum og smørrebrauð er það einnig hjá Dönum. Hér er boðið upp á hefðbundið smørrebrauð á danska vísu í sushi-útgáfu, eða í svipaðri stærð og þú vanalega færð er þú pantar sushi.

Á Amagertorv 6 byrjar ævintýrið hjá Royal Smushi Cafe. Þar tekur á móti þér fallegt anddyri með kristalsljósakrónum í loftinu og stólarnir eru hannaðir af Arne Jacobsen sjálfum. Matarstellið er frá Royal Copenhagen og hnífapörin frá Georg Jensen. Veggirnir eru þakktir málverkum af kóngum og öðru merkisfólki sem markað hafa sögu Danmerkur í gegnum tíðina. Ýmsir smáhlutir eftir listamenn alls staðar að úr heiminum skreyta rýmin og færa húmor inn í tíðina á meðan þú smjattar á smushi.

Fegurðin ein á kaffihúsinu í hjarta Köben.
Fegurðin ein á kaffihúsinu í hjarta Köben. mbl.is/RoyalSmushiCafe
mbl.is/RoyalSmushiCafe
Mælum með að kíkja við í næstu helgarferð í Danaveldi.
Mælum með að kíkja við í næstu helgarferð í Danaveldi. mbl.is/RoyalSmushiCafe
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka