Orkuríka ommelettan

Orkuríka ommelettan sem engan svíkur.
Orkuríka ommelettan sem engan svíkur. mbl.is/SpiseBedre

Hver elsk­ar ekki fá hrá­efni og litla fyr­ir­höfn í anna­söm­um hvers­dags­leik­an­um? Omm­eletta er full af orku og hér í ein­faldri út­gáfu þar sem elda­mennsk­an er kláruð inni í ofni. Ef þú ert ekki mik­ill aðdá­andi geita­osts er til­valið að skipta hon­um út með fetakubbi.

Orkuríka ommelettan

Vista Prenta

Orku­ríka omm­elett­an

  • 100 g svepp­ir
  • 100 g ostru­svepp­ir
  • 50 g svepp­ir að eig­in vali
  • 1 msk. smjör til steik­ing­ar
  • Salt og pip­ar
  • 6 egg
  • 1 dl mjólk
  • 1 búnt púrru­lauk­ur
  • 75 g geita­ost­ur (eða fetakubb­ur)

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 175° og takið fram pönnu sem þolir að fara í ofn­inn (ann­ars eld­fast mót).
  2. Hreinsið svepp­ina og skerið gróf­lega. Steikið svepp­ina upp úr smjöri á pönnu og saltið og piprið.
  3. Pískið egg og mjólk sam­an og bætið við fín­tsöxuðum púrru­laukn­um. Saltið og piprið.
  4. Hellið eggja­blönd­unni á pönnu og hrærið í þannig að svepp­irn­ir skilj­ist að. Skerið geita­ost­inn í skíf­ur og dreifið á eggja­blönd­una.
  5. Setjið pönn­una í ofn í sirka 20 mín­út­ur eða þar til eggja­bland­an er til­bú­in. Berið fram með grófu brauði og rucola.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert