Hinn fullkomni dekurmorgunverður

Hinn fullkomi helgarmorgunverður.
Hinn fullkomi helgarmorgunverður. mbl.is/Lilja Katrín Gunnarsdóttir

Hvað er dá­sam­legra en ný­lagað french toast á fögr­um helgarmorgni? Ná­kvæm­lega ekk­ert að mati Lilju Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur á Blaka.is sem bjó til þess­ar elsk­ur um dag­inn og hélt vart vatni í kjöl­farið yfir hversu vel heppnaður og dá­sam­leg­ur þessi morg­un­verður var og er. 

Hinn fullkomni dekurmorgunverður

Vista Prenta

French Toast – full­komið í morg­un­mat

  • 9-11 sneiðar hvítt brauð (helst dags­gam­alt)
  • 8 egg
  • 1/​2 bolli rjómi
  • 1/​4 bolli syk­ur
  • 1 bolli púður­syk­ur
  • 1 msk. vanillu­drop­ar
  • 3 tsk. kanill
  • 1/​4 tsk. múskat
  • 1/​2 bolli Korn­ax-hveiti
  • 1 tsk. sjáv­ar­salt
  • 115 g kalt smjör (skorið í ten­inga)

Aðferð:

  1. Smyrjið eld­fast mót sem er sirka 30 senti­metra langt með smjöri eða olíu og hitið ofn­inn í 175°C.
  2. Blandið eggj­um, rjóma, sykri, hálf­um bolla af púður­sykri, vanillu­drop­um, 2 te­skeiðum af kanil og múskati vel sam­an.
  3. Skerið skorp­una af brauðinu og leggið sneiðarn­ar í bleyti í eggja­blönd­unni þar til brauðið er búið að sjúga í sig nær all­an vökv­ann.
  4. Blandið hveiti, rest­inni af púður­sykr­in­um, rest­inni af kaniln­um og salt­inu vel sam­an í ann­arri skál og vinnið smjörið vel sam­an við blönd­una.
  5. Raðið brauðsneiðunum í eld­fasta mótið. Ef það er vökvi eft­ir í skál­inni skulið þið leyfa brauðinu aðeins að hvíla og hella rest­inni af vökv­an­um reglu­lega ofan á það.
  6. Dreifið síðan hveiti­blönd­unni yfir brauðið og bakið í 45 til 50 mín­út­ur, eða þar til toppp­ur­inn er stökk­ur og fal­leg­ur.
  7. Og ekki gleyma flór­sykr­in­um áður en þið berið þessa dá­semd fram!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert