Brakandi kex sem segir sex!

mbl.is/Anders Schønnemann

Brak­andi smjör­deigskex er upp­lagt í sauma­klúbb­inn með tapenada, pestó eða grilluðum paprik­um. Full­komið til að bera fram með upp­á­halds­góðgæt­inu þínu.

Brakandi kex sem segir sex!

Vista Prenta

Smjör­deigskex (35-40 stk.)

  • Smjör­deig
  • 1 egg
  • 3 msk. ses­am­fræ
  • 1 msk. Nig­ella-fræ (gef­ur mjög gott bragð), eða ann­ars kon­ar fræ
  • 1 tsk. gróft salt/​salt­flög­ur

Aðferð:

  1. Rúllið smjör­deig­inu út á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu. Pikkið með gaffli í deigið. Pískið egg og penslið yfir deigið. Blandið fræj­um og salti sam­an og dreifið þétt yfir deigið. Skerið deigið í tíglamunst­ur með beitt­um hníf eða pizza­skera.
  2. Hitið ofn­inn í 210°. Bakið kexið í næst­neðstu „hillu“ í ofn­in­um í 20-25 mín­út­ur, þar til kexið er orðið gyllt á lit. Leyfið því að kólna á rist.
  3. Berið fram með upp­á­hald­spestó­inu þínu, parma­skinku eða öðru því sem hug­ur­inn girn­ist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert