Mjúk bananakaka með kakóskyrkremi

mbl.is/iForm

Þegar þig þyrst­ir í eitt­hvað sætt með fullt af kal­orí­um en sam­visk­an á öxl­inni seg­ir þér annað – þá er þetta kak­an fyr­ir þig.

Mjúk bananakaka með kakóskyrkremi

Vista Prenta

Ban­anakaka með kakó­skyrkremi (fyr­ir 8)

  • 3 þroskaðir stór­ir ban­an­ar
  • 2 egg
  • 1 dl akacie-hun­ang
  • ½ dl kó­kosol­ía
  • 4 msk. skyr eða grísk jóg­úrt
  • 1 tsk. natron
  • ½ tsk. lyfti­duft
  • 1 tsk. kanill
  • 1 tsk. vanillu­duft
  • 1/​3 tsk. hafsalt
  • 2 dl bók­hveiti
  • 30 g dökkt súkkulaði

Kakó­skyrkrem:

  • 2 dl skyr
  • 1 msk. dökkt kakó
  • 1 tsk. vanillu­duft
  • 1 msk. akacie-hun­ang

Skraut:

  • ½ ban­ani
  • 20 g súkkulaði

Aðferð:

  1. Stappið ban­an­ana með gaffli og blandið þeim sam­an við öll „blautu“ hrá­efn­in. Bætið því næst þur­refn­un­um út í og hrærið vel sam­an.
  2. Klæðið smellu­form (20 cm) með bök­un­ar­papp­ír og hellið deig­inu í formið. Bakið við 175° í 45-50 mín­út­ur. Kak­an er til­bú­in ef þú sting­ur pinna í hana miðja og ekk­ert af deig­inu kem­ur með. Kælið kök­una á rist.
  3. Hrærið skyr, kakó, vanillu og hun­ang sam­an í krem og smyrjið á kök­una. 
  4. Skreytið með ban­ana­skíf­um og gróf­hökkuðu súkkulaði. 
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert