Pítsa sem rústar ekki mittismálinu

Pizza með grænkáli og ricotta kemur skemmtilega á óvart.
Pizza með grænkáli og ricotta kemur skemmtilega á óvart. mbl.is/Columbus Leth

Þegar upp­skrift­ir koma manni á óvart eru þær þess virði að prófa. Pizz­ur þurfa ekki alltaf að vera með tóm­atsósu og skinku því þær geta líka verið „hinseg­in“, þá með græn­káli og girni­leg­um ost­um. Öðru­vísi get­ur stund­um verið gott.

Pítsa sem rústar ekki mittismálinu

Vista Prenta

Heil­hveitip­izza með græn­káli

  • 2 pakk­ar af heil­hveitip­izza­deigi
  • Ólífu­olía
  • 250 g cherry-tóm­at­ar
  • 300 g græn­kál
  • 1 msk. ólífu­olía
  • Salt og pip­ar
  • Chili-flög­ur á hnífsoddi
  • 250 g ricotta-ost­ur

Ofan á:

  • 100 g par­mes­an
  • Börk­ur af sítr­ónu

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 200°. Leggið pizza­deig­in hvort á sína bök­un­ar­plöt­una.
  2. Skerið tóm­at­ana í báta. Skolið græn­kálið, takið grófu end­ana í burtu og skerið kálið í strimla.
  3. Steikið tóm­at­ana á heitri pönnu í nokkr­ar mín­út­ur og lækkið síðan niður í hit­an­um. Komið chili-flög­um út á pönn­una ásamt, salti, pip­ar, sítr­ónu­berki og græn­káli. Blandið vel sam­an.
  4. Smyrjið pizza­botn­ana með ricotta-ost­in­um og dreifið græn­met­is­blönd­unni af pönn­unni á pizzurn­ar.
  5. Bakið við 200° í sirka 15 mín­út­ur þar til botn­inn er orðinn stökk­ur.
  6. Dreifið rifn­um par­mes­an og sítr­ónu­berki yfir og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert