LKL taco að hætti Lindu Ben

Linda Ben

Það er alltaf gam­an að fylgj­ast með Lindu Ben í eld­hús­inu því mat­ur­inn henn­ar hef­ur þá merki­legu til­hneig­ingu að vera í senn af­skap­lega girni­leg­ur og ákaf­lega fal­leg­ur. Hér gef­ur að líta lág­kol­vetna-taco sem ætti að æra óstöðuga og gott bet­ur. Klár­lega rétt­ur sem all­ir verða að prufa.

LKL taco að hætti Lindu Ben

Vista Prenta

Lág­kol­vetna-vefj­ur

  • 2 egg
  • 2 eggja­hvít­ur
  • 140 g rjóma­ost­ur
  • 1 1/​2 tsk malað psylli­um husk duft
  • 1 msk kó­kos-hveiti
  • 1/​2 tsk salt

Aðferð

1. Kveikið á ofn­in­um og stillið á 200C.

2. Hrærið egg­in og eggja­hvít­urn­ar sam­an þangað til bland­an verður ljós og loft­mik­il, bætið þá rjóma­ost­in­um sam­an við var­lega, 1 tsk í einu, og hrærið þangað til bland­an verður kekk­laus.

3. Í aðra skál: blandið sam­an salti, psylli­um husk og kó­kos-hveiti, bætið þeirri blöndu svo sam­an við eggja­blönd­una, 1 tsk í einu, og hrærið sam­an við. Leyfið deig­inu að taka sig í nokkr­ar mín­út­ur eða þangað til deigið verður svipað á þykkt og am­er­ískt pönnu­köku­deig.

4. Setjið smjörpapp­ír á ofn­plötu og setjið 2 msk af deig­inu á plöt­una og dreifið úr þannig það verði að þunn­um hring, u.þ.b. 15 cm í þver­mál. Ég gat gert 3 hringi á ofn­plötu og endaði með 9 pönnu­kök­ur. Bakið of­ar­lega í ofn­in­um í um það bil 5 mín eða þangað til út­hring­ur vefj­unn­ar er far­inn að brún­ast. Fjar­lægið vefj­una af smjörpapp­írn­um og end­ur­takið fyr­ir rest­ina af deig­inu.

Fyll­ing

  • Hakk
  • Taco krydd­blanda
  • sýrður rjómi (magn eft­ir smekk)
  • 2 stór avoca­dó
  • 250 kirsu­berja
  • 1 lime
  • Ferskt kórí­and­er
  • Rif­inn ost­ur (má sleppa)

Aðferð

1. Kryddið hakkið vel með taco-kryddi (magn fer eft­ir smekk og týpu af kryddi) og steikið það í gegn á pönnu.

2. Skerið avoca­dóið niður í ten­inga, kreistið 1/​2 lime yfir og blandið sam­an.

3. Skerið tóm­at­ana niður og kórí­and­er, blandið sam­an við avoca­dóið.

4. Smyrjið vefj­urn­ar með 1/​2-1 tsk af sýrðum rjóma, setjið hakkið ofan á og svo græn­metið, hægt er að bæta rifn­um osti og kreista lime yfir ef vilji er fyr­ir hendi.

Linda Ben
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka