Kakan sem enginn heldur vatni yfir

Það toppar ekkert þennan súkkulaðidraum með karamellusósu og poppi.
Það toppar ekkert þennan súkkulaðidraum með karamellusósu og poppi. mbl.is/Frederikke Wærens

Þriggja laga súkkulaðikaka með saltkaramellu og poppi verður seint toppuð kræsing. Það er alveg á hreinu að þessi fær 5 stjörnur af fimm mögulegum – algjör draumur.

Súkkulaðikaka með saltkaramellu og poppi

  • 3 súkkulaðibotnar
  • 4 egg
  • 400 g sykur
  • 240 g bráðið smjör
  • 80 g kakó
  • 400 g hveiti
  • 500 g mjólk
  • 5 g salt
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. natron
  • 1 tsk. vanillusykur

Súkkulaðismjörkrem:

  • 360 g bráðið súkkulaði
  • 450 g mjúkt smjör
  • 460 g flórsykur
  • 3 tsk. vanillusykur

Saltkaramellusósa

  • 2 dl rjómi
  • 2 dl flórsykur
  • 1 dl dökkt síróp
  • 40 g smjör
  • 1 tsk. salt

Annað:

  • Poppkorn

Aðferð:

  1. Súkkulaðibotnar: Pískið egg og sykur þar til blandan verður létt í sér. Bætið við bráðnu smjöri. Því næst koma þurrefnin í til skiptis við mjólkina. Setjið bökunarpappír í þrjú form (23 cm) og stráið smá kakói í botninn áður en þið skiptið deginu niður í formin þrjú. Bakið í sirka 25 mínútur á 180°, og kælið alveg.
  2. Súkkulaðismjörkrem: Bræðið súkkulaðið í potti og leyfið því að kólna aðeins. Pískið á meðan mjúkt smjörið við flórsykur og vanillusykur þar til blandan verður létt í sér. Hellið súkkulaðinu út í og hrærið saman. Setjið kremið í kæli þar til það fer á kökuna.
  3. Saltkaramellusósa: Setjið rjóma, flórsykur og síróp í pott og leyfið suðunni að koma (rólega) upp. Haldið áfram að hræra í þar til blandan verður þykk. Bætið þá smjöri og salti og hrærið þar til karamellan verður þykk í sér. Hellið því næst blöndunni í loftþétt ílát og setjið í kæli svo hún þykkni aðeins.
  4. Svona setur þú kökuna saman: Leggið fyrsta botninn á kökufat og smyrjið góðu lagi af súkkulaðismjörkremi ofan á. Endurtakið þar til þriðji botninn er kominn með krem. Blandið smávegis af saltkaramellunni við poppið og setjið ofan á kökuna. Hellið því næst karamellunni yfir alla kökuna svo karamellan leki niður meðfram hliðunum. Athugið ef kakan á ekki að berast strax fram er gott að setja hana í kæli svo smjörkremið verði ekki of lint.
mbl.is/Frederikke Wærens
mbl.is/Frederikke Wærens
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka