Kakan sem enginn heldur vatni yfir

Það toppar ekkert þennan súkkulaðidraum með karamellusósu og poppi.
Það toppar ekkert þennan súkkulaðidraum með karamellusósu og poppi. mbl.is/Frederikke Wærens

Þriggja laga súkkulaðikaka með salt­kara­mellu og poppi verður seint toppuð kræs­ing. Það er al­veg á hreinu að þessi fær 5 stjörn­ur af fimm mögu­leg­um – al­gjör draum­ur.

Kakan sem enginn heldur vatni yfir

Vista Prenta

Súkkulaðikaka með salt­kara­mellu og poppi

  • 3 súkkulaðibotn­ar
  • 4 egg
  • 400 g syk­ur
  • 240 g bráðið smjör
  • 80 g kakó
  • 400 g hveiti
  • 500 g mjólk
  • 5 g salt
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • 1 tsk. natron
  • 1 tsk. vanillu­syk­ur

Súkkulaðismjörkrem:

  • 360 g bráðið súkkulaði
  • 450 g mjúkt smjör
  • 460 g flór­syk­ur
  • 3 tsk. vanillu­syk­ur

Salt­kara­mellusósa

  • 2 dl rjómi
  • 2 dl flór­syk­ur
  • 1 dl dökkt síróp
  • 40 g smjör
  • 1 tsk. salt

Annað:

  • Popp­korn

Aðferð:

  1. Súkkulaðibotn­ar: Pískið egg og syk­ur þar til bland­an verður létt í sér. Bætið við bráðnu smjöri. Því næst koma þur­refn­in í til skipt­is við mjólk­ina. Setjið bök­un­ar­papp­ír í þrjú form (23 cm) og stráið smá kakói í botn­inn áður en þið skiptið deg­inu niður í formin þrjú. Bakið í sirka 25 mín­út­ur á 180°, og kælið al­veg.
  2. Súkkulaðismjörkrem: Bræðið súkkulaðið í potti og leyfið því að kólna aðeins. Pískið á meðan mjúkt smjörið við flór­syk­ur og vanillu­syk­ur þar til bland­an verður létt í sér. Hellið súkkulaðinu út í og hrærið sam­an. Setjið kremið í kæli þar til það fer á kök­una.
  3. Salt­kara­mellusósa: Setjið rjóma, flór­syk­ur og síróp í pott og leyfið suðunni að koma (ró­lega) upp. Haldið áfram að hræra í þar til bland­an verður þykk. Bætið þá smjöri og salti og hrærið þar til kara­mell­an verður þykk í sér. Hellið því næst blönd­unni í loftþétt ílát og setjið í kæli svo hún þykkni aðeins.
  4. Svona set­ur þú kök­una sam­an: Leggið fyrsta botn­inn á kökufat og smyrjið góðu lagi af súkkulaðismjörkremi ofan á. End­ur­takið þar til þriðji botn­inn er kom­inn með krem. Blandið smá­veg­is af salt­kara­mell­unni við poppið og setjið ofan á kök­una. Hellið því næst kara­mell­unni yfir alla kök­una svo kara­mell­an leki niður meðfram hliðunum. At­hugið ef kak­an á ekki að ber­ast strax fram er gott að setja hana í kæli svo smjörkremið verði ekki of lint.
mbl.is/​Frederikke Wær­ens
mbl.is/​Frederikke Wær­ens
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert