Bestu brauðbollur í heimi

mbl.is/Sunna Gautadóttir

Ef þið viljið baka al­gjör­lega skot­helt brauð sem er súper ein­falt og fá­rán­lega gott á bragðið, þá mæli ég með þess­um dýr­ind­is­boll­um. Þess­ar eru lang­best­ar þegar þær eru ný­komn­ar úr ofn­in­um. Al­gjört dúnd­ur!

Bestu brauðbollur í heimi

Vista Prenta

Bestu brauðboll­ur í heimi

Um það bil 8-10 sjúk­heit

  • ½ msk. þurr­ger
  • ½ bolli volgt vatn
  • ½ bolli volg mjólk
  • 1/​3 bolli syk­ur
  • 115 g bráðið smjör (plús 10-20 g í viðbót til að pensla með)
  • 4 eggj­ar­auður
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 1 tsk. sjáv­ar­salt
  • 3-3 1/​4 bolli hveiti

Aðferð:

Blandið geri, vatni, mjólk og sykri sam­an í skál og látið bíða í 3-5 mín­út­ur.

Blandið síðan smjöri, eggj­ar­auðum vanillu­drop­um og salti vel sam­an við ger­blönd­una og þeytið létt.

Bætið því næst 3 boll­um af hveiti sam­an við og blandið vel með hönd­un­um eða sleif. Deigið á að vera pínu­lítið klístrað, en ef það er of klístrað er gott að bæta rest­inni af hveit­inu við. En at­hugið – því minna hveiti, því betra!

Hyljið skál­ina með hreinu viska­stykki og leyfið deig­inu að hef­ast á hlýj­um stað í 1½-2 klukku­stund­ir, eða þar til það hef­ur tvö­fald­ast í stærð. Eft­ir það má annaðhvort búa til brauð eða hafið deigið inni í ís­skáp yfir nótt.

Hnoðið deigið og búið til þykka renn­inga úr því í hönd­un­um. Snúið upp á renn­ing­ana og búið þannig til boll­ur, felið báða enda und­ir boll­un­um. Raðið á ofn­plötu og penslið létt með smjöri. Hyljið aft­ur með viska­stykki og leyfið boll­un­um að hef­ast aft­ur í um 45 mín­út­ur.

Hitið ofn­inn á meðan í 180°C. Stingið boll­un­um inn í ofn eft­ir þessi þrjú kort­er og bakið í 12-18 mín­út­ur, allt eft­ir stærð boll­anna. Ég geri mín­ar boll­ur alltaf í stærri kant­in­um og fæ því 8-10 boll­ur úr þess­ari upp­skrift.

Ef þið viljið gera boll­urn­ar sæt­ari er um að gera að sáldra smá flór­sykri yfir þær. Þær verða líka extra fal­leg­ar þannig!

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert