Fastar í 16-18 tíma á dag

Greta Salóme er góður kokkur.
Greta Salóme er góður kokkur.

Greta Salóme er þessa dag­ana á fullu við að und­ir­búa tón­leika­sýn­ing­una Halloween Horr­or Show sem sló eft­ir­minni­lega í gegn í fyrra. Á tón­leik­un­um koma meðal ann­ars fram Magni, Birgitta Hauk­dal, Stebbi Jak, Dag­ur Sig­urðsson, Ólaf­ur Eg­ill ásamt auðvitað Gretu Salóme . Það er að venju í miklu að snú­ast hjá Gretu en við feng­um engu að síður að skella henni í smá yf­ir­heyrslu.

Hvernig byrj­ar þú dag­inn?

Ég fasta nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust fram yfir há­degi þannig að ég byrja aldrei á að fá mér morg­un­mat. Yf­ir­leitt sest ég við eld­hús­eyj­una mína og tek mig til fyr­ir dag­inn og hlusta á eitt­hvert gott podcast.

Upp­á­halds­mat­ur­inn þinn?

Súkkulaði er án efa það besta sem ég fæ þó að ég reyni að borða hollt. Ef það er eitt­hvað sem ég elska að borða þá er það Nóa Síríus súkkulaði með saltlakk­rís. Það er ekk­ert betra.

Upp­á­haldsveit­inga­hús?

Ég held mikið upp á Sumac núna. Er búin að fara þangað tvisvar á stutt­um tíma og finnst mat­ur­inn þar al­veg geggjaður. Ann­ars finnst mér Grill­markaður­inn alltaf al­gjör snilld, sér­stak­lega þar sem ég er rosa­leg kjötæta og elska góða steik.

Eld­arðu mikið?

Já, ég elda mjög mikið. Ég ferðast nán­ast helm­ing­inn af ár­inu og spila og þegar ég er í burtu sakna ég mest að elda sjálf heima hjá mér. Þannig að þegar ég er heima þá nýt ég þess að vera í eld­hús­inu og elda mat­inn minn sjálf...og sér­stak­lega að vita hvað er í hon­um.

Mér finnst lang­skemmti­leg­ast að elda fyr­ir fjöl­skyldu mína og vini og elska að fá fólk í mat.

Stærsta eld­hús­klúðrið?

Úff þau eru svo mörg en ég held að mín helstu mis­tök séu yf­ir­leitt að gera of mikið. Ég þoli ekki til­hugs­un­ina um að það sé ekki nóg að borða fyr­ir mat­ar­gest­ina mína þannig að ég enda alltaf á að elda fyr­ir tvö­falt fleiri en eru í mat og sit svo uppi með af­ganga fyr­ir heilt bæj­ar­fé­lag.

Ef þú vær­ir að fara á eyðieyju...?

Ég myndi taka með mér ótak­markað magn af pepsi maxi vegna þess að ég er senni­lega einn for­falln­asti pepsi max (pax eins og við köll­um það) fík­ill fyrr og síðar. Ég myndi þá sleppa við frá­hvarf­s­ein­kenn­in og af­vötn­un­ina. Svo mynd ég taka Nóa vin minn Síríus með mér í ýms­um birt­ing­ar­mynd­um og á end­an­um myndi ég taka með mér líf­ræn egg til að fá nóg af próteini. Hljóm­ar eins og full­kom­lega bal­anserað mataræði; pepsi max, súkkulaði og egg!

Hvað legg­ur þú áherslu á í mataræðinu?

Akkúrat núna er ég á svo­kölluðu ke­tóm­ataræði sem er lág­kol­vetnamataræði. Ég fasta yf­ir­leitt 16-18 tíma á dag og legg því mikið upp úr því að fá nær­ing­ar­ríka og góða máltíð þegar ég brýt föst­una. Ég reyni núna að fá nóg af hollri fitu og prótein­um en svo finnst mér mik­il­vægt að mat­ur­inn sé góður á bragðið. Ég nenni ekki að drekka prótein­duft og hrein­ar eggja­hvít­ur í hvert mál og ég reyni að elda mat sem ég nýt þess að borða þó að hann sé holl­ur.

Stærsta freist­ing­in? Súkkulaði...all­an dag­inn súkkulaði.

Hvað ertu að spá í að bjóða upp á í næsta mat­ar­boði?

Ég elska að elda fisk og finnst fátt betra en góður sjáv­ar­rétt­ur. Mig er búið að langa í grillaðan hum­ar í allt sum­ar en ekki haft tíma til að gera það. Ég held að grillaður hum­ar með klikkuðu sal­ati verði fyr­ir val­inu næst.

Fyr­ir­mynd í eld­hús­inu? Mamma mín hef­ur alltaf verið mjög dug­leg í eld­hús­inu þrátt fyr­ir mis­jafna út­komu (sorry mamma, ég elska þig samt). Hún er samt af­bragðsbak­ari og það eru nokkr­ar upp­skrift­ir sem eru orðnar al­gjör­lega klass­ísk­ar frá mömmu. En Það eru sam­veru­stund­irn­ar í eld­hús­inu sem ég elska og tek með mér frá mínu upp­vaxt­ar­heim­ili og þar á mamma allt hrós skilið fyr­ir að gera alltaf pláss við mat­ar­borðið, sama hvern ber að, bjóða alla vel­komna...og aldrei láta mat­inn klár­ast.

Mat­ar­dynt­ir?

Ég klára eig­in­lega aldrei að drekka úr glasi eða flösku og skil alltaf eft­ir á botn­in­um. Ég get líka aldrei hellt út í hálf­kláraðan drykk held­ur þarf ég alltaf að hella rest­inni fyrst og hella svo upp á nýtt.

Er eitt­hvað sem þig dreym­ir um að mastera í eld­hús­inu?

Ég er fiðluleik­ari og er alltaf stressuð um putt­ana á mér þegar ég er að skera niður græn­meti o.s.frv. Ég vær svo mikið til í að mastera list­ina að skera hratt án þess að skera í fing­urna. Það myndi minnka stress-level­inn í eld­hús­inu al­veg svaka­lega stund­um.

Upp­á­hald­seld­húsáhald? Sal­at­gaffl­arn­ir sem pabbi minn gerði úr hrein­dýra­horn­um og gaf mér.

Hvað dreym­ir þig um að eign­ast í eld­húsið?

Mig lang­ar alltaf í KitchenAid-hræri­vél, þó ég viti að ég á ör­ugg­lega ekki eft­ir að nota hana mikið þar sem ég hef aldrei tíma til að baka. Það er bara eitt­hvað svo heim­il­is­legt við að eiga eina svo­leiðis.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert