Kjúklingasalatið sem Ebba elskar

Gott kjúk­linga­sal­at stend­ur ætíð fyr­ir sínu og telst hin full­komna byrj­un á vik­unni. Sjálf seg­ir Ebba Guðný Guðmunds­dótt­ir, kon­an á bak við upp­skrift­ina, að þetta sal­at sé svo gott að hún borði það jafn­vel í morg­un­mat. 

Og af hverju skyld­um við ekki borða kjúk­linga­sal­at í morg­un­mat? Fyr­ir­taks­mat­ur sem fer vel í maga. 

Kjúklingasalatið sem Ebba elskar

Vista Prenta

Kjúk­linga­sal­at – upp­á­halds­sal­at Ebbu

2-3 kjúk­linga­bring­ur (allt eft­ir því hvað marg­ir borða og hvort maður vill eiga af­gang). Ég kaupi oft­ast frosn­ar frá Litlu gulu hæn­unni. Ég læt þær þiðna yfir nótt inni í ís­skáp.

Gott ís­lenskt sal­at (mér finnst kletta­sal­at best).

Þroskaður mangó (val). Einnig má nota trönu­ber eða annað til að sæta aðeins. Mér finnst það gott en ekki öll­um. Þið ráðið.

Hamp­fræ til að dreifa yfir sal­atið. Það er hollt og afar bragðgott. Gott prótein og góð fita í góðum hlut­föll­um fyr­ir lík­amann.

Kryddið á kjúk­ling­inn: Eðal-kjúk­lingakrydd, Eðal­krydd og Taza masala. Ég set mikið af öllu þessu kryddi, það er fer­lega gott. Ekk­ert gam­an að borða bragðlaus­an mat.

Ég sker kjúk­ling­inn í bita og steiki hann upp úr gæðaó­lífu­olíu á lág­um hita (ég nota um 6 þegar hæst hjá mér er 9). Það er holl­ast að nota ekki mik­inn hita þegar maður steik­ir. Svo krydda ég afar ríku­lega.

Ég geymi svo kjúk­linga­bit­ana eldaða með krydd­inu í glerkrukku með loki inni í ís­skáp. Þá get­ur hver sem er fengið sér kjúk­ling í sal­at eða vefj­ur eða annað, hvort sem það er í morg­un­mat, há­deg­is­mat eða kvöld­mat.

Sós­an (aðal­málið sko!)

Það er svo­lítið síðan ég byrjaði að breiða út fagnaðar­er­indið um þessa sósu. Mér finnst hún svo svaka­lega góð og öll­um á heim­il­inu og öll­um sem hana smakka.

Þessa sósu hræri ég sam­an í glerkrukku og geymi inni í ís­skáp til að sulla yfir salöt. Ég borða mest salöt á morgn­ana og þetta er upp­á­haldssós­an út á sal­atið mitt. Hvað ég hef annað en ís­lenskt sal­at og sósu í sal­at­inu er mis­jafnt. Ímynd­un­ar­aflið er það sem ræður för og auðvitað bragðlauk­ar þess sem ætl­ar að borða sal­atið.

1 msk dökkt möndl­u­smjör frá Monki

1 msk dökkt tahini frá Monki

(mér finnst best frá Monki þess vegna tek ég það sér­stak­lega fram).

Kaldpressuð gæðaó­lífu­olía til að hræra þetta sam­an í meðalþykka sósu.

Himalaja­salt eða sjáv­ar­salt eft­ir smekk, ég set al­veg slatta, þegar ég hugsa málið.

Öllu hrært sam­an í krukku (má búa til stærri skammt og skammta­stærðir alls ekki heil­ag­ar) og geymd inni í ís­skáp með loki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert