Pasta sem passar með öllu

Sítrónupasta með ferskri basiliku fær topp einkun hjá okkur.
Sítrónupasta með ferskri basiliku fær topp einkun hjá okkur. mbl.is/Valdemarsro

Þetta verður að smakk­ast! Þessi pasta­rétt­ur er hinn full­komni rétt­ur sem verður ekki auðveld­ari í fram­kvæmd. Þeir sem eru ekki hrifn­ir af sítr­ón­um geta skipt út helm­ingn­um af sítr­ónusaf­an­um fyr­ir græn­metiskraft.

Pasta sem passar með öllu

Vista Prenta

Sítr­ónup­asta með basilíku (for­rétt­ur fyr­ir 4)

  • 400 g spaghettí
  • ½ dl safi úr sítr­ónu
  • smá­veg­is af sítr­ónu­berki
  • 1 dl nýrif­inn par­mes­an
  • ½ dl ólífu­olía
  • 1 tsk smjör
  • salt og pip­ar
  • 15 basiliku­blöð

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um í létt­söltuðu vatni.
  2. Blandið í skál sítr­ónusafa, sítr­ónu­berki, olíu, smjöri, par­mes­an, salti, pip­ar og helm­ingn­um af basilíku­blöðunum (skor­in).
  3. Veltið past­anu upp úr sítr­ónu­blönd­unni, setjið á diska og skreytið með basilíku­blöðum.
mbl.is/​Valdemars­ro
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert