Salatið sem varð aðalstjarnan í matarboðinu

Gretu Salome var bent á þessa upp­skrift að svo­kölluðu Jerúsalemsal­ati. Svo hrif­in var Greta af sal­at­inu að þetta er form­lega orðið upp­á­halds­sal­atið henn­ar. 

„Ég gerði sal­atið fyrst eft­ir upp­runa­legu upp­skrift­inni og al­gjör­lega elskaði það. Ég trúði því ekki að sal­at gæti verið svona gott. Ég fór svo að gera þessa upp­skrift nokkr­um dög­um seinna og vildi aðlaga hana því sem ég á yf­ir­leitt í eld­hús­skáp­un­um og gera hana ör­lítið holl­ari og er það upp­skrift­in hér fyr­ir neðan. Upp­runa­legu upp­skrift­ina má þó nálg­ast á vinotek.is.“

Hún seg­ist reynd­ar sleppa al­veg tortilla­vefj­unni og nota sára­lítið af döðlum, en þessi út­gáfa hér að neðan sé mjög holl og nokkuð sem hún lof­ar að eigi eft­ir að slá í gegn.

„Ég veit að sal­at get­ur hljómað mjög óspenn­andi en treystið mér; þessi upp­skrift er svo hrika­lega góð að í síðasta mat­ar­boði þar sem ég grillaði alls kon­ar geggjaðan mat var það þetta sal­at sem var aðal­stjarn­an og all­ir vin­ir mín­ir báðu um upp­skrift­ina á eft­ir.“

Salatið sem varð aðalstjarnan í matarboðinu

Vista Prenta

Jerúsalemsal­at

  • 1 rauðlauk­ur skor­inn í strimla
  • 70 g saxaðar döðlur
  • 1 msk. epla­e­dik

Setjið allt sam­an í skál og látið mar­in­er­ast í um 20 mín.

  • 1 heil­hvei­titortilla­vefja, rif­in niður í litla bita
  • 30 g möndl­ur
  • 30 g pek­an­hnet­ur
  • 1 væn tsk. sítr­ónupip­ar
  • ½ tsk. chili­f­lög­ur
  • klípa af sjáv­ar­salti
  • 2 msk. ólífu­olía

Grófsaxið möndl­ur og pek­an­hnet­ur. Hitið olíu á pönnu og veltið möndl­um og tortilla­bit­um um á pönn­unni í nokkr­ar mín­út­ur þar til allt fer að taka á sig brún­an lit. U.þ.b. 5 mín­út­ur. Kryddið þá með salti, sítr­ónupip­ar og chili.

  • spínat (helst baby spinach)
  • safi úr ½ sítr­ónu
  • ólífu­olía
  • salt

Blandið spínatinu og döðlu/​lauk­blönd­unni sam­an við tortilla­bit­ana og hnet­urn­ar. Bætið um msk. eða svo af ólífu­olíu sam­an við ásamt sítr­ónusaf­an­um. Smakkið til með salti – ef þarf. Berið strax fram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert