Einfaldur og ofurhollur hafragrautur

Þessi graut­ur er svo mik­il snilld því það þarf ekki að elda hann held­ur út­búa hann kvöld­inu áður og geyma hann svo í ís­skáp yfir nótt og þá er hann til­bú­inn morg­un­inn eft­ir. Hann er full­kom­inn sem nesti í vinn­una eða skól­ann og eins ef maður er á hraðferð á morgn­ana og nenn­ir engu veseni. Hann er of­ur­holl­ur og dá­sam­lega góður.

Einfaldur og ofurhollur hafragrautur

Vista Prenta

Ein­fald­ur og of­ur­holl­ur hafra­graut­ur

  • Fyr­ir: 1
  • Und­ir­bún­ing­ur: 5 mín­út­ur

Inni­hald

  • 1 1/​2 dl trölla­hafr­ar
  • 2 dl möndl­umjólk
  • 1/​2 dl líf­rænt kó­kos­mjöl
  • 2 góðar msk grísk jóg­úrt (mér finnst með vanillu og kó­kos frá Örnu æði)
  • smá skvetta akasíu­hun­ang
  • hind­ber á topp­inn

Aðferð

Blandið öllu sam­an í glerkrukku og hrærið vel. Setjið smá akasíu­hun­ang ofan á og svo hind­ber (eða þau ber sem þið eigið til). Setjið krukk­una inn í ís­skáp og látið standa yfir nótt. Ein­fald­ara ger­ist það ekki!

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert