„Er að vona að það eldist af mér“

Dóra Júlía fyrir matarblaðið
Dóra Júlía fyrir matarblaðið Haraldur Jónasson/Hari

Fyrr­ver­andi A-mann­eskj­an Dóra Júlía ólst upp við veislu­kost, elsk­ar nammi og ávexti og þykir al­mennt með þeim hress­ari í brans­an­um. Hún er gríðarlega vin­sæll plötu­snúður og stýr­ir karókí­kvöld­un­um á Sæta Svín­inu ásamt Þór­unni Ant­on­íu en þau hafa al­gjör­lega slegið í gegn. En hvern grunaði að und­ir yf­ir­borðinu leynd­ist humar­elsk­andi, sósusla­fr­andi jóga­drottn­ing sem deil­ir hér með les­end­um sín­um upp­á­halds allskon­ar...

Hvernig byrj­ar þú dag­inn? „Ég var alltaf mik­il morg­un­mann­eskja en er því miður orðin mik­il B mann­eskja, sök­um þess að ég vinn mikið á kvöld­in og langt fram eft­ir og þarf þess vegna að sofa út til þess að ná al­menni­leg­um svefni. Þannig að ég byrja oft­ar en ekki dag­inn með því að rífa mig á lapp­ir, grípa mér smoot­hie og bruna í há­deg­is hot yoga í Laug­um! Ann­ars finnst mér mjög gott að geta byrjað dag­inn á ró­leg­um nót­um, sér­stak­lega um helg­ar. Hitað mér te, skorið niður ávexti, hlustað á eitt­hvað næs og sest niður við tölv­una að vinna. Ég vinn sjálf­stætt sem DJ og held utan um allt sjálf þannig að vinnu­tím­inn er mjög sveigj­an­leg­ur sem mér finnst dá­sam­legt. Þá get ég líka unnið við ótrú­lega næs aðstæður yfir dag­inn og svo oft við meira krefj­andi aðstæður á kvöld­in. Samt bæði ótrú­lega skemmti­legt.“

Upp­á­halds mat­ur­inn þinn? „Ég get borðað eig­in­lega allt og finnst ótrú­lega gam­an að smakka nýj­an mat. Ég er mjög veik fyr­ir djúp­steiktu og ég held að hum­ar tempura-ið á Sus­hi Social kom­ist ná­lægt því að vera það besta sem ég fæ. Þegar ég var ný­flutt inn í íbúðina mína held ég að ég hafi pantað take away frá þeim svona 4 x í viku. Var orðið al­veg oggu vand­ræðal­egt fyr­ir mig.“

Upp­á­halds veit­inga­hús? „Sus­hi Social og Sæta Svínið. Besti mat­ur­inn í bæn­um, 100%. Svo á ég nokk­ur upp­á­halds veit­inga­hús er­lend­is, Indochine í New York, Sketch í London og Gj­el­ina í LA. Al­gjör­ir go-to staðir.“

Eld­arðu mikið? „Nei, því miður þá geri ég það ekki, en ég er samt öll af vilja gerð að læra. Ég vinn mikið á kvöld­in og hef þess vegna ekki mik­inn tíma til þess að und­ir­búa kvöld­verði. En ég eldaði til dæm­is hum­ar heima al­veg sjálf um dag­inn sem heppnaðist mjög vel þó ég segi sjálf frá. Íbúðin mín lyktaði samt eins og hvít­lauk­ur í svona 2 vik­ur eft­ir.“

Stærsta eld­hús­klúðrið? „Þegar ég ætlaði einu sinni að vera mjög mynd­ar­leg og baka súkkulaðiköku. Setti hana svo óvart í ís­form og inn í ofn þannig að formið bráðnaði útum allt í ofn­in­um. Ekki al­veg æt kaka þar.“

Ef þú vær­ir að fara á eyðieyju og mætt­ir taka með þér ótak­markaðar birgðir af þrem­ur fæðuteg­und­um – hvað yrði fyr­ir val­inu og af hverju? „Vá, ég veit það ekki al­veg. Myndi alla­vega vilja taka ávexti, epli, blá­ber, ban­ana og þurrkað mangó af því ég borða fá­rán­lega mikið af því og finnst það svooo gott. Og græn­meti, græn­kál, brok­kolí, blóm­kál, gul­ræt­ur og sæt­ar kart­öfl­ur. Eru græn­meti og ávext­ir ekki sama fæðuteg­und? Fisk því hann er bæði holl­ur og góður. Og fullt af sós­um, því ég get ekki borðað mat án þess að hafa hann löðrandi í sósu.“

Hvað legg­ur þú áherslu á í mataræðinu? „Ég reyni að borða bæði hollt og gott, passa mig að borða reglu­lega og fjöl­breytt. Ég er líka ekki með nein boð og bönn, þó að ég borði vissu­lega minna af einu en öðru, og reyni að leggja áherslu á góða nær­ingu sem á sama tíma bragðast vel.“

Stærsta freist­ing­in? „Nammi, því miður. Er að vona að það eld­ist af mér.“

Hvað ertu að spá í að bjóða upp á í næsta mat­ar­boði? „Held ég sé orðin þekkt fyr­ir það að bjóða upp á take away en það er aldrei að vita nema að ég fari nýj­ar leiðir. Litla syst­ir mín er veg­an og það gæti verið mjög skemmti­legt að læra að elda ein­hverja mjög góða veg­an máltíð fyr­ir næsta frænku­boð.“

Fyr­ir­mynd í eld­hús­inu? „Pabbi minn. Eig­in­lega allt sem hann eld­ar er fá­rán­lega gott. Sko á öðru leveli bara. Hann hef­ur ótrú­leg­an áhuga á mat­ar­gerð og mat­ur­inn sem ég er alin upp við er ekk­ert slor. Þannig að ég ætti að vera dug­legri að læra af hon­um. Hann er samt nú þegar bú­inn að kenna mér að gera hum­ar og að búa til bernaise sósu.“

Hef­ur þú ein­hverja sér­kenni­lega mat­ar­dynti? „Nei, eig­in­lega ekki. Ég er samt lítið fyr­ir að borða blátt því ein­hversstaðar beit ég það í mig að það væri svo óhollt. Ef að ég kaupi mér m&m til dæm­is þá skil ég alltaf bláu eft­ir. Og svo get ég ómögu­lega borðað sveppi, sem er svo­lítið leiðin­legt því ég veit að mörg­um þykir þeir mjög góðir. Þegar ég var yngri bauð mamma mér einu sinni fimmþúsund­kall ef ég gæti borðað einn svepp en ég kúgaðist bara.“

Er eitt­hvað sem þig dreym­ir um að „mastera“ í eld­hús­inu? „Ekk­ert sem mér dett­ur í hug í fljótu bragði. Kannski fyrst að læra að elda al­menni­lega áður en ég get farið að mastera það!“

Upp­á­halds eld­húsáhald? „Það sem ég nota aðallega er hraðsuðuketill, blend­er og kaffi­vél. Ekki flókn­ara en það!“

Hvað dreym­ir þig um að eign­ast í eld­húsið? „Akkurat núna dreym­ir mig um bleik­an hraðsuðuketil frá Smeg því hann er svo sæt­ur!“

Krist­inn Magnús­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert