Dásemdar fiskréttur innblásinn af Tjöruhúsinu

mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

Hér gef­ur að líta blálöngu sem er af­bragðsfisk­ur í alla staði - bragðgóð og afar þétt og góð í sér enda í al­gjöru upp­á­haldi hjá mörg­um. 

Þessi upp­skrift er inn­blás­in af hinum rómaða veit­ingastað Tjöru­hús­inu á Ísaf­irði en það er eng­inn ann­ar en Ragn­ar Freyr Ingvars­son eða lækn­ir­inn í eld­hús­inu sem á heiður­inn að upp­skrift­inni. 

Dásemdar fiskréttur innblásinn af Tjöruhúsinu

Vista Prenta
Blá­langa í tæl­enskri pip­arsósu, með fersk­um ag­úrk­um og kórí­and­er
Fyr­ir 6 
  • 1,2 kg blá­langa
  • 1 kúr­bít­ur
  • 3 vor­lauk­ar
  • 1 rauðlauk­ur
  • 2 hvít­lauksrif
  • 3 msk. pip­arsósa
  • 2 msk ter­iyak­isósa
  • 1 msk. soyasósa
  • hálf ag­úrka
  • 1/​2 fínt skor­in papríka
  • 50 g smjör
  • 3 msk. 
  • salt og smá pip­ar

Aðferð:

  1. Byrjaði á því að sneiða rauðlauk­inn, hvít­lauk­inn, kúr­bít­inn og vor­lauk­inn (sparaði end­ana til að skreyta með í lok­inn) í olíu og smjöri þangað til að þetta varð mjúkt og ilm­andi. Saltaði og pipraði lít­il­lega. Skar svo blálöng­una í bita.
  2. Kom svo fisk­in­um fyr­ir á pönn­unni og saltaði og pipraði og steikti á báðum hliðum.
  3. Ég hafði keypt þessa sósu í Víet­nam mar­ket - en hún er ljóm­andi góð. Vilji maður hafa minni hita í rétt­in­um mætti prófa að nota Hois­in-sósu í staðinn. Blandaði pip­arsós­unni, ter­iyaki og sojasós­unni sam­an. Hellti svo sós­unni yfir fisk­inn og eldaði hann í gegn í sós­unni. Því næst skreytti ég pönn­una með fersk­um ag­úrk­um, smátt skorn­um vor­lauk­send­um og paprík­um.
  4. Borið fram með soðnum Basmati-grjón­um. 
  5. Ég hvet ykk­ur til að prófa, þetta var ein­stak­lega ljúf­fengt! 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert