Kjúklingataco sem ketó-istar elska

Kristinn Magnússon

Hver elsk­ar ekki ketó? Það á borða smjör og bei­kon og all­an hinn skemmti­lega mat­inn sem svo erfitt er að lifa án. Þó fyrst og fremst smjör og rjóma og þessi upp­skrift er ein­mitt al­gjör ketó-rokk­stjarna ef svo má að orði kom­ast um upp­skrift. 

Það er Aníta Ösp Ing­ólfs­dótt­ir - mat­reiðslu­meist­ari og yfir­kokk­ur á RÍÓ Reykja­vík sem á heiður­inn að þess­ari upp­skrift. 

Kjúklingataco sem ketó-istar elska

Vista Prenta

Kjúk­linga „taco“ í sal­at­blaði

  • 250 g kjúk­linga­læri
  • 100 g hvít­kál
  • 50 g rauðkál
  • 10 g smjör
  • 1½ dl rjómi
  • salt
  • lambhaga­sal­at
  • feta­ost­ur
  • tóm­at­ar

Aðferð: 

  1. Kjúk­linga­lær­in eru grilluð og krydduð með salti og pip­ar.
  2. Hvít­kálið og rauðkálið er steikt upp úr smjöri, síðan er rjóm­an­um bætt út á og leyft að sjóða vel niður, þá er það smakkað til með salti.
  3. Hvít­kál­inu er raðað í lambhaga­sal­ats­blöð, kjúk­ling­ur­inn fer síðan ofan á sem og rif­inn feta­ost­ur og skorn­ir tóm­at­ar.

Jalapenó mayo

  • 250 g hell­manns mayo
  • 25 g jalapeno í dós
  • salt

Jalapenóið er maukað, síðan er því hrært út í mayoið. Smakkað til með salti. 

Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert