Hver elskar ekki ketó? Það á borða smjör og beikon og allan hinn skemmtilega matinn sem svo erfitt er að lifa án. Þó fyrst og fremst smjör og rjóma og þessi uppskrift er einmitt algjör ketó-rokkstjarna ef svo má að orði komast um uppskrift.
Það er Aníta Ösp Ingólfsdóttir - matreiðslumeistari og yfirkokkur á RÍÓ Reykjavík sem á heiðurinn að þessari uppskrift.
Kjúklingataco sem ketó-istar elska
Kjúklinga „taco“ í salatblaði
- 250 g kjúklingalæri
- 100 g hvítkál
- 50 g rauðkál
- 10 g smjör
- 1½ dl rjómi
- salt
- lambhagasalat
- fetaostur
- tómatar
Aðferð:
- Kjúklingalærin eru grilluð og krydduð með salti og pipar.
- Hvítkálið og rauðkálið er steikt upp úr smjöri, síðan er rjómanum bætt út á og leyft að sjóða vel niður, þá er það smakkað til með salti.
- Hvítkálinu er raðað í lambhagasalatsblöð, kjúklingurinn fer síðan ofan á sem og rifinn fetaostur og skornir tómatar.
Jalapenó mayo
- 250 g hellmanns mayo
- 25 g jalapeno í dós
- salt
Jalapenóið er maukað, síðan er því hrært út í mayoið. Smakkað til með salti.