LKL-morgunverður einkaþjálfarans

Hér kem­ur ekta LKL-morg­un­verður eða lág­kol­vetna-morg­un­verður úr smiðju Önnu Ei­ríks. Hann inni­held­ur bara egg, lárperu, spínat og tóm­ata og bragðast dá­sam­lega. „Ég myndi per­sónu­lega bæta við góðri súr­deigs­brauðsneið þegar ég myndi vilja fá meiri orku en þá er hann ekki leng­ur LKL-morg­un­verður held­ur bara holl­ur og góður morg­un­verður sem gef­ur góða orku fyr­ir dag­inn. Finndu hvað hent­ar þér best en ef þú ert að reyna að forðast kol­vetni, þá er þetta morg­un­verður fyr­ir þig,“ seg­ir Anna um morg­un­verðinn og það er ekki annað hægt en að prófa þessa dá­semd.

LKL-morg­un­verður

  • Fyr­ir: 1
  • Und­ir­bún­ing­ur: 5 mín­út­ur

Inni­hald

  • egg
  • 1/​2 lárpera
  • væn lúka spínat
  • nokkr­ir kirsu­berjatóm­at­ar
  • smá jóm­frúarol­ía (extra virg­in oli­ve oil)
  • salt & pip­ar

Aðferð

Setjið væna lúku af spínati á disk, spælið egg og setjið ofan á spínatið. Skerið hálfa lárperu í sneiðar og setjið á disk­inn, hellið smá jóm­frúarol­íu yfir og saltið og piprið að vild. Setjið nokkra kirsu­berjatóm­ata á disk­inn til þess að gera rétt­inn ennþá fersk­ari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka