Það er ekki annað hægt en að elska hamborgara, enda fullkomin máltíð sem má matreiða á svo marga vegu. Þessir borgarar eru áskorun fyrir þig! Tvöfaldur með cheddar osti, laukhringjum, beikoni og bbq sósu – það er ekki eftir neinu að bíða.
Hamborgari fyrir þá sem þora (fyrir 4)
- 4 msk. mjúkt smjör
- 4 hamborgarabrauð, brioche
- 500 g nautahakk
- 8 sneiðar cheddar-ostur
- 16 sneiðar af beikoni
- 8-12 laukhringir (og fleiri ef vill til hliðar)
- BBQ-sósa
- salt og pipar
Aðferð:
- Penslið hamborgarabrauðin léttilega með mjúku smjöri.
- Formið nautahakkið í borgara, saltið og piprið allar hliðar og setjið á grillið.
- Þegar borgararnir eru við það að vera tilbúnir, leggið þá cheddar-ostsneiðar á kjötið og leyfið ostinum að bráðna á meðan hamborgarabrauðin eru rétt hituð með smjörhliðina sem vísar niður.
- Setjið borgara á brauðbotn með bbq-sósu, beikon, aftur borgara, laukhringi, meiri bb- sósu og lokið hamborgaranum með brauði.