Desert sem fær þig til að sleppa aðalréttinum

Marengs hreiður með ferskum berjum og ljúffengu kremi - hversu …
Marengs hreiður með ferskum berjum og ljúffengu kremi - hversu fallegt! mbl.is/Columbus Leth

Við elsk­um góða deserta og stund­um er góður desert meira en nóg. Það skemm­ir ekki fyr­ir þegar þeir eru bæði fal­leg­ir fyr­ir augað og smakk­ast líka vel. Hér eru lít­il mar­engs fugla­hreiður, fyllt með ljúf­fengu kremi og fersk­um berj­um.

Desert sem fær þig til að sleppa aðalréttinum

Vista Prenta

Mar­engs fugla­hreiður (fyr­ir 6)

Prenta
Prenta

Fugla­hreiður:

Prenta
  • 6 eggja­hvít­ur
  • 190 g syk­ur
  • 2 drop­ar ljóst edik
  • 200 g flór­syk­ur

Mascarpo­ne krem:

  • ½ vanillu­stöng
  • 200 g mascarpo­ne
  • 3 msk flór­syk­ur
  • 2½ dl rjómi

Fyll­ing:

  • 75 g hind­ber
  • 75 g blá­ber
  • 250 g jarðarber

Punt:

  • Hand­fylli af æt­an­leg­um blóm­um
  • 1 msk flór­syk­ur

Aðferð:

  1. Fugla­hreiður: Þeytið eggjav­hít­ur, syk­ur og edik vel sam­an. Sigtið flór­syk­ur­inn út í stífþeytið. Setjið mar­engs­blönd­una í sprautu­poka og sprautið á bök­un­ar­papp­ír lít­il hreiður með smá kanti. Bakið við 100° á blæstri í 1-1½ tíma eða þar til mar­engs­inn er orðinn þurr.
  2. Mascarpo­ne krem: Skrapið korn­in úr vanillu­stöng­inni og hrærið þau sam­an við mascarpo­ne og flór­syk­ur. Þeytið rjómann og blandið var­lega sam­an við mascarpo­ne blönd­una.
  3. Fyll­ing: Skolið ber­in og skerið jarðarber­in í fjóra bita. Blandið helm­ingn­um af berj­un­um var­lega sam­an við mascarpo­ne kremið.  
  4. Sam­setn­ing: Setjið mascarpo­ne-berja-kremið í hreiðrin og skreytið með rest­inni af berj­un­um, blóm­um og sigtuðum flór­sykri.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert